Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 58
Þankastrik14/15 vantar ekki skýrari hæfniskröfur hjá stofnunum og hvernig hægt er að viðhalda þeim? Sem dæmi um slíkt má nefna endurlífgun. Reglulega eru gefnar út nýjar leiðbeiningar og til að hafa gilt endurlífgunar- skírteini þá þarf að fara á upprifjunarnámskeið annað hvert ár. Til þess að hægt sé að gera kröfu um að vera með gilt skírteini þarf fram- boð á námskeiðum að vera til staðar. Í dag eru námskeið vissulega haldin með reglulegu millibili en námspláss eru fá og myndu ekki anna eftirspurn ef kröfurnar væru staðreynd. Stofnunin þyrfti því að sjá til þess að starfsmenn hefðu námstæki- færi til að geta uppfyllt hæfniskröfuna. Ef litið er á stefnu FÍH leggur félagið áherslu á að tryggja þurfi nauðsynlegt fjármagn og stuðning yfirmanna við markvissa starfsþróun hjúkrunarfræðinga á öllum stigum heilbrigðisþjónustu, auk þess sem félagið hvetur til starfsþróunar og styður við hjúkrunarfræðinga til að viðhalda þekkingu sinni og færni, meðal annars með styrkjum til sí- og endur- menntunar og með framboði á námskeið- um. Félagið vill stuðla að símenntun hjúkrunarfræðinga með því að leggja áherslu á launalega umbun fyrir endur-, viðbótar- og framhaldsmenntun í kjarasamningum. Þetta er allt saman af hinu góða. En hvernig er hægt að virkja hjúkrunarfræðinginn til að efla sinn faglega metnað og að hafa kynnt sér og tileinkað nýjustu gagnreyndu leiðbeiningar eða verkferla, nýjungar í tækjabúnaði og lyfjum? Á það að vera gegnum kröfur vinnuveitanda og á umbunin að vera sú að halda starfinu, eða eiga hjúkrunarfræðingar að finna hjá sér þörf til að vera upplýstir og með allt á hreinu? Við viljum að aðrar starfstéttir noti nýjustu rannsóknir í meðferð og að ný tæki og tól séu til á stofnunum, ný og betri lyf tekin í notkun. Við hljótum því að gera þá kröfu til okkar sem fagstétt að við kynnum okkur og tökum upp nýjungar eða breytingar í okkar fagi. Umbun í formi launahækkunar í gegnum framgangskerfi hjúkrunar- fræðinga (á Landspítala) er það sem viðgengst í dag, en það er undir starfsmanninum komið hvort hann sækir um framganginn eða ekki. „Við þurfum að gera þá kröfu á okkur sem stétt að sinna endur- og símenntun og þá um leið gera kröfu á okkar vinnu- staði að bjóða upp á námskeið, fræðslu og tíma til að sinna því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.