Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 61
Félagið17/18 Það Er skortur hjúkrunarfræðingum um allan heim. Hjúkrunar- fræðingar hér á landi hafa ekki farið varhluta af skortinum og geta hæglega sótt sér vinnu erlendis, þá einkum á Norðurlöndunum. Undanfarin ár hefur töluverður fjöldi íslenskra hjúkrunarfræðinga farið í afleysingastörf í skemmri tíma og þá aðallega til Noregs. Ástæðan er fyrst og fremst fjárhagslegur ávinningur en einnig er tilbreyting að vinna í nýju starfsumhverfi. Frá árinu 2011 hafa yfir hundrað hjúkrunarfræðingar farið til Noregs á vegum Sólstaðna sem sérhæfa sig í að útvega heilbrigðis- starfsfólki afleysingastörf til lengri eða skemmri tíma. Að sögn Rósu Þorsteinsdóttur, gjörgæsluhjúkrunarfræðings og framkvæmdastjóra Sólstaða, komast færri að en vilja en eftirspurnin er mest eftir sérhæfðum hjúkrunarfræðingum. Aðsóknin hefur aukist frá ári til árs en alls fóru 56 hjúkrunarfræðingar í 78 ferðir árið 2015. Þeim sem á þurfa að halda er boðið upp á undirbúningsnámskeið í norsku með áherslu á talmál. „Það útskrifast ekki nægilega margir hjúkrunarfræðingar til að uppfylla þá þörf sem til staðar er. Það hefur legið lengi fyrir. Það er einnig mikil eftirspurn í Svíþjóð en við erum ekki með samning þar,“ segir Rósa. Hún segir afleysingastörfin enn borga sig fjárhagslega, en ávinningurinn er einnig sá að hjúkrunar- fræðingarnir læra mikið af því að fara út en drifkrafturinn eru launin. Ótvíræður fjárhagslegur ávinningur Hrönn Hreiðarsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur fór í fyrsta skipti sem afleysingahjúkrunarfræðingur til Noregs árið 2012 og síðan hefur hún farið tvisvar til þrisvar á hverju ári til Noregs, í eina til tvær vikur í senn. „Ég byrjaði á þessu út af laununum og fyrst um sinn fékk ég ríflega ein mánaðarlaun fyrir tíu daga vinnu. Fólk veltir fyrir sér af hverju við erum enn að þessu vegna stöðu norsku krónunnar, en þetta er skemmtileg tilbreyting. Ég væri ekki að þessu ef það væri ekki fjárhagslegur ávinningur. Svo finnst mér gott að komast aðeins í burtu og vinna í öðru umhverfi,“ segir Hrönn, en hún er nýbúin að skrifa undir árssamning við afleysingar á svæfingadeild í Akershus í Noregi. Hrönn segir svo mikla eftirspurn vera eftir hjúkrunarfræðingum, þá sér í lagi á gjörgæslu og í svæfingu, að hún fær tölvupóst nánast daglega um starfstilboð, en auk þess að vera á skrá hjá Sólstöðum er hún er einnig á skrá hjá dönsku starfsmannaleigunni UniCare.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.