Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 74
Fagið12/16 Einföld speglun (e. simple reflection) í samtali merkir að með- ferðaraðilinn endurtekur orð skjólstæðingsins án þess að breyta merkingu setningar, en flókin speglun (complex reflection) gefur kost á annarri sýn með því að gera örlitlar breytingar á innihaldi þess sem speglað er. Með flókinni speglun er því boðið upp á nánara samtal. Bæði bein og flókin speglun eru skilgreindar sem yfirlýsingar (aldrei spurningar) sem meðferðaraðili kemur með sem andsvar við því sem skjólstæðingur segir. Meðferðarmarkmiðin á bak við notkun speglana í stað spurninga eru vel skilgreindar í kennslubókum um áhugaskap- andi samtöl (Miller og Rollnick, 2002). Í stuttu máli hafa rannsóknir sýnt að speglanir auka líkurnar á því að skjólstæðingurinn átti sig á að viðmælandinn sýni áhuga og leitist við að skilja viðkomandi. Eins eru flóknar speglanir einkar vel til þess fallnar að opna nýja möguleika á að samtalið þróist áfram í ákveðnar áttir, í þessu tilviki í átt að samtali um eigin dauða, án þess að ögra persónumörkum vikomandi. Þó leitast sé við að beita frekar speglunum en spurningum hafa spurningar vissulega sinn sess í áhugaskapandi samtali eins og öðrum samtals aðferðum. Spurningum er jafnan skipt í lokaðar og opnar spurningar. Opnum spurningum er ekki hægt að svara með einu orði, en lokuðum spurningum er hægt að svara á þann hátt. Því er mælt með opnum spurningum frekar en lokuðum ef þróa á samtalið áfram. Munurinn á opnum spurningum annars vegar og flóknum speglunum hins vegar er m.a. sá að flóknar speglanir mynda ákveðinn nýjan farveg fyrir samtalið en á hinn bóginn geta opnar spurn- ingar útvíkkað samtalið í hvaða átt sem er. Samtalið um dauðann: Skjólstæðingur getur komið inn á umræðuefni tengt lífslokum án þess að hefja beint umræðu um eigin yfirvofandi dauða. Í siðfræðiumræðu er í vaxandi mæli rætt um annars vegar sálar- angist dauðvona sjúklinga og ólíkar leiðir þeirra til að takast á við hana og hins vegar hvernig forða megi nánustu aðstandend- um frá langvinnum vanda vegna skorts á umræðu í aðdraganda andláts ástvinar þeirra samhliða því að draga úr skaðlegri með- ferð við lífslok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.