Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 75
Fagið13/16 Flókin speglun getur í þeim tilvikum leitt umræðuna aðeins lengra í ákveðnar áttir en einungis ef skjólstæðingur vill það. Í sumum tilvikum leiðir flókin speglun þó ekki til neinnar þróunar í samtalinu strax eftir að henni er beitt. Ástæður til þess geta verið af ýmsum toga. Til dæmis kann að vera að sjúklingurinn sé, á þessum stað í samtalinu, einfaldlega ekki tilbúinn að fara inn á þá braut sem boðið er upp á með flókinni speglun, til að mynda vegna þess að aðrir hlutir geta verið mikilvægari fyrir viðkomandi að ræða fyrst. Einnig að það sé of tilfinningalega erfitt. Þá lætur meðferðaraðili málið niður falla, en getur jafnframt valið að taka það upp aftur síðar ef aðstæður leyfa. Í slíkum tilvikum er um að ræða svokallaða „endurtekna flókna speglun“. Dæmi um slíkt getur til að mynda verið ef sjúklingur segir: „Ég er kvíðinn vegna fjárhags fjölskyldu minnar.“ Flókin speglun við slíkri yrðingu gæti verið: „Það verður ekki auðvelt fyrir fjölskylduna að ná endum saman þegar þín nýtur ekki lengur við.“ Bregðist sjúklingur við því með að halda áfram að ræða um fjárhag, þróast samtalið inn á þá braut. Velji sjúklingur þá leið getur meðferðaraðili valið að taka þetta upp seinna í samtalinu ef aðstæður leyfa, til að mynda með því að segja: „Þú gafst í skyn áðan að þú hefðir áhyggjur af fjölskyldunni þegar þín nýtur ekki lengur við.“ Endurtekin flókin speglun getur fært samtalið aftur til fyrri umræðu og skapar þannig möguleika á að nýta fyrri yfirlýsingar. Hafi umræða um væntanlegan dauða sjúklings ekki átt sér stað í samtalinu, innan marka venjulegs samtalstíma, er mögulegt að nota opna spurningu sem síðasta tækifærið til að hefja umræðuna. Í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar notuðum við Ef ekkert samtal hafði átt sér stað um eigin yfirvofandi dauða eftir speglun eða ef engin orðaskipti gáfu tilefni til umræðu um dauðann, þá kom í lokin opin spurn- ing sem var lokatilboð um slíka umræðu. Inngrip: Opin spurning í lok samtals ef engin umræða um eigin dauða hefur átt sér stað: „Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í framtíðinni?.“ mynd 3. Dæmi um opna spurningu í lok viðtals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.