Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 4
Ég þakka ykkur samfylgdina undanfarin þrjú ár. Þetta hefur verið afar skemmtilegur tími en erfiður fyrir okkur hjúkrunarfræðinga. Við höfum gengið í gegnum erfiða kjarabaráttu sem endaði með verkfalli og lagasetningu auk þess sem samstarfsmaður okkar var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Sem betur fer lauk þessum málum á farsælan hátt fyrir okkur öll þó vissulega megi gera enn betur í okkar kjaramálum. Ég er mjög stoltur af hjúkrunarfræðingum og því sem við höfum náð fram. Við sýndum mikla samstöðu þegar á reyndi og er það til fyrirmyndar. Það er ósk mín að sú samstaða haldi áfram um ókomna tíð og eflist enn frekar. Það er samstaðan sem gerir það að verkum að við náum árangri bæði í kjara- og fagmálum og er því enn mikilvægt að hún haldi. Verkefnin fram undan eru ærin. Við þurfum að klára kjara- og stofnanasamninga sem enn eru eftir. Við þurfum að berjast fyrir bættu heilbrigðiskerfi þar sem þarfir sjúklinga eru settar í forgang. Við þurfum að tala fyrir því að hjúkrunarfræðingum verði fjölgað og þekking þeirra nýtt til fullnustu og þannig verði þjónusta við skjólstæðinga okkar mun betri en hún er í dag. Mörg þau vandamál, sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir, eru þess eðlis að einn samnefnari er augljós þegar dæmið er skoðað til enda. Lausnin er hjúkrun. Með því að víkka út starfssvið hjúkrunarfræðinga þannig að það sé í takt við þekkingu þeirra er hægt að byggja hér upp skilvirkara og hagkvæmara heil- brigðiskerfi. Fjölgun hjúkrunarfræðinga er lífsspursmál fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. Það hafa verið forréttindi fyrir mig að starfa sem formaðurinn ykkar. Ég hef persónulega þroskast og öðlast mikla reynslu ásamt því að víðsýnin hefur aukist til muna. Ég hef kynnst ótal mörgu fólki sem ég mun búa að alla ævi. Hjúkrunarfræðingar í öllum geirum gera sitt Formannspistill 01/03 ÓLAFUR G. SKÚLASON KÆRU FÉLAGSMENN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.