Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 6
sveitafélaga og er vonast til að þeirri vinnu ljúki nú í apríl. Jafnframt er hafin vinna við verkefni sem byggist á bókun 3 í dómssátt með gerðardómi milli fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og FÍH frá ágúst 2015. Um er að ræða verkefni sem byggist á því að teknar verða upp frammistöðugreiðslur til hjúkrunarfræðinga. Í þessu verkefni felast tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga. Nú árið 2016 verður ráðstafað fjármagni til þriggja stofnana: Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Landspítala en aðrar heilbrigðisstofnanir munu síðan fylgja í kjölfarið á árunum 2017 og 2018. Um er að ræða nýja nálgun í launagreiðslum til hjúkrunar- fræðinga. Útfærsla á verkefninu á hverri og einni stofnun er í höndum samstarfsnefnda sem í eiga sæti hjúkrunarfræðingar og starfsmenn kjarasviðs FÍH ásamt fulltrúum stofnunar. Ég vil hvetja hjúkrunar- fræðinga til að taka þátt í þessu verkefni með opnum huga þar sem í því felst, að mínu mati og félagsins, ný og spennandi tækifæri til handa hjúkrunarfræðingum. Fram undan er aðalfundur FÍH og verður hann haldinn á Grand hótel föstudaginn 20. maí næstkomandi. Miklar lagabreytingar eru fyrirhugaðar og vonast ég til að sjá sem flesta hjúkrunarfræðinga mæta og taka þátt enda fer aðalfundur með æðsta valdið í málefnum félagsins. Allir félagsmenn með fulla aðild eða fagaðild geta haft atkvæðisrétt með því að skrá sig til þátttöku á fundinum á heimasíðu félagsins www.hjukrun.is eigi síðar en 13. maí. Með þátttökunni leggið þið ykkar af mörkum til að gera félagið að enn öflugra fag- og stéttarfélagi sem vinnur að málefnum okkar. Þátttakan er jafnframt grundvöllurinn fyrir því að okkur takist vel til í starfsemi félagsins sem á að þjóna okkar hagsmunum og starfa í okkar þágu. Eins og sjá má er af nógu að taka í starfsemi félagsins og hlakka ég til starfsins. Ég vil hvetja ykkur til að vera vakandi yfir heimasíðu félagsins og fylgjast jafnframt með félaginu á Facebook. Einnig getið þið haft samband við mig ef eitthvað er með því að senda tölvupóst á netfangið gudbjorg@hjukrun.is. Að lokum vil ég þakka fráfarandi formanni, Ólafi G. Skúlasyni, fyrir mjög vel unnin störf í þágu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár og óska honum alls hins besta í nýju starfi og þeim verkefnum sem hann mun taka sér fyrir hendur. Formannspistill03/03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.