Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 14
Fólkið03/07 Engir stelpustrákar í hjúkrun! andri raFn Sveinsson er einn þiggja karlkynsnemenda á fyrsta ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Átta ár eru liðin frá því að hann skráði sig fyrst í hjúkrunarfræðina en vegna fjöldatakmarkana komst hann ekki í gegn þrátt fyrir að hafa reynt í tvígang. Það var ekki fyrr en fyrirkomulaginu var breytt og nemendur þreyta hin svokölluðu A-próf að Andri fór í gegn. Í millitíðinni reyndi hann fyrir sig í flugi og hóf nám í viðskiptafræði. „Hjúkrunarfræðin blundaði alltaf í mér. Eftir að ég fór að vinna við hjálparstarf í Afríku í fyrra sannfærðist ég endanlega að hjúkrun væri mitt fag,“ segir Andri. Síðar á árinu fór hann svo til Nepal og Grikklands, en hann hefur verið meðlimur í íslensku alþjóðasveitinni á vegum Landsbjargar undanfarin tvö ár. „Þegar námi lýkur vil ég komast út og bjarga heiminum. Það er að minnsta kosti planið í dag en hver veit hvað það verður á morgun! Þetta er mín ástríða; að geta nýtt nám mitt í hjúkrun hvar sem er og hvenær sem er og ekki þurfa að vera bundinn einum stað. Þetta er mín ævintýraþrá.“ Að mati Andra Rafns eru kostirnir við hjúkrunar- fræðina hve þverfagleg hún er, auk þess hvað námið er fjölbreytt og býður upp á marga möguleika. „Námið á eftir að nýtast mér hvar sem ég mun enda við að starfa. Ég hef mikinn áhuga á að vinna við hvers konar bráðaþjónustu og fyrirbyggjandi aðstoð í þróunarvinnu, hvort sem það er við þróunaraðstoð eða uppbyggingarfasa,“ segir hann en Andri hefur lokið grunn námskeiði í sjúkraflutningum. Spurður út í ástæðuna fyrir hve fáir karlmenn leggi fyrir sig hjúkrun telur hann hjúkrun vera enn bundna við hina gamalgrónu hugmynd að kvenmenn vinni fyrst og fremst við hvers kyns umönnunarstörf, og það sé ekki bara bundið við hjúkrunar- fræðina. Ímyndin sé lífseig – að karlmenn lækni og konur hjúkri. „Ég held að margir átti sig ekki á hvað hjúkrunarfræðin er, og hvað þeir geri. Þessi gamalgrónu viðhorf endurspegla þannig fáfræði fólks um hjúkrun.“ Að sögn Andra sækja margir karlmenn í stéttinni í hraðann og átökin, þá sér í lagi á bráðadeild og gjörgæslu, og ýmis konar björgunarstörf líkt og í slökkviliðinu og við sjúkraflutninga. „Þetta eru sko engir stelpustrákar!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.