Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 15
Fólkið04/07 Flestir karlmenn íhuga ekki hjúkrun sigþór jEns Jónsson er á lokaári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Undanfarin þrjú ár hefur hann verið eini karlkyns-nemandinn en það var ekki fyrr en síðastliðið haust sem það bættist í hóp karl- manna í hjúkrunarfræðinni. Sigþór segir það hafa verið ljúft eins og hann orðar það að vera eini strákurinn og stelpurnar hafi verið góðar við hann. „En það er helst þessi athygli frá kennurum. Þeir vita að ég er eini strákurinn og taka því frekar eftir ef mig vantar í tíma. Annars er þetta bara hamingja,“ segir hann. Sigþór segist upphaflega hafa stefnt á sálfræðina en sæi ekki eftir því að hafa valið hjúkrunina sem væri millivegur á raungreinum og félagsfræði- greinum. Kostirnir sem hann sér við að starfa sem hjúkrunarfræðingur er fjölbreytnin, enginn dagur sé eins og starfsvettvangur fjölbreyttur, auk þess að geta unnið hvar sem er í heiminum. Hann segir að hjúkrunarfræðin henti karlmönnum alveg eins vel og konum, en ástæðan fyrir því hve fáir þeir eru í faginu er sú að margir íhugi það ekki einu sinni. „Annars hugsa ég að þetta sé bara í hausnum á okkur að líta á þetta sem kvennastarf,“ en fram hefur komið í könnun á vegum hjúkrunarfræðideildar að launin spila stóran þátt í hversu fáir karlmenn leggja hjúkrun fyrir sig. „Ég held að þetta sé samspil margra þátta og kannski þurfi bara að fá að þróast með tíð og tíma. Við þurfum að leggja áherslu á að útrýma kynbundn- um launamun því það er held ég stærsta skrefið í þessu öllu,“ segir hann. Til að auka hlut karlmanna í hjúkrun þarf greinin að gera sig sýnilegri að mati Sigþórs. „Fólk þarf að vita hvað hjúkrunarfræðingar gera því að allt of fáir gera sér grein fyrir því. Í fréttaumfjöllun um hjúkrunarfræðinga eru þeir mjög oft sýndir vera að búa um rúm eða taka til lyf,“ bendir hann á. Það endurspeglast til dæmis í fordómum gagnvart hjúkrunarfræðingum. Sigþór hefur sjálfur ekki ákveðið hvað hann vill leggja fyrir sig í hjúkrun, en hann hefur áhuga á að vinna á æða- og lýtaskurðdeild, og stefnir á að vinna á bráðadeild reynsl- unnar vegna. „Síðan er það á tíu ára planinu mínu að starfa úti í smá tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.