Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 16
Fólkið05/07 Ímynd af karlmönnum í hjúkrun ekki til Valur FrEyr Halldórsson Hvanndal er annar tveggja karlkyns hjúkrunarfræðinema við Háskóla Akureyrar sem útskrifast nú í vor. Áður en hann hóf nám í hjúkrun hafði hann starfað hjá slökkviliði Akureyrar í ein tíu ár. „Mig langaði að mennta mig meira og valið stóð á milli þess að fara í bráðatækninn eða hjúkrun,“ segir Valur. Hann hóf bráðatæknanám í Bandaríkjunum en hætti að þremur mánuðum liðnum þegar hann sá fram á að þetta yrði of langur tími fjarri fjöl- skyldunni. Hann tók þá ákvörðun um að hefja nám í hjúkrun þrátt fyrir að það væri töluvert lengra nám. „Upphaflega ætlaði ég að bæta við mig þekkingu og halda áfram að vinna hjá slökkviliðinu. En námið hefur vakið svo mikinn áhuga hjá mér að nú langar mig bara að læra meira,“ segir Valur. Hann hefur því sagt starfi sínu lausu hjá slökkviliðinu, er búinn að ráða sig á gjörgæsluna á Akureyri og stefnir á meistaranám í svæfingum. Það sótti að Vali valkvíði þegar hann var spurður hverjir kostir starfsins væru: „Vá, þeir eru svo margir. En í fyrsta, öðru og þriðja lagi er kosturinn sá hvað námið nýtist víða. Í raun getur maður nýtt það við allt og hvar sem er í heiminum. Það er ekki bundið við einhverja ákveðna stofnun, auk þess sem það er mjög gefandi og skemmtilegt.“ Spurður um ástæðuna fyrir því að svo fáir karlmenn eru í hjúkrun svarar hann því til að hjúkrun hafi lengstum verið kvennastétt. „En ég finn að það er að breytast. Viðbrögðin sem ég fékk þegar ég hóf námið 2012 voru til dæmis allt öðruvísi en þau við- brögð sem ég fæ núna, fjórum árum síðar. Bara á þessu tímabili hefur viðhorfið breyst og nokkrir samstarfsfélaga minna í slökkviliðinu hafa sýnt áhuga á að byrja í hjúkrun,“ segir Valur og bætir við að það þurfi að gera karlmenn í hjúkrun sýnilegri, og í raun búa til ímynd af karlmönnum í hjúkrun. „Þessi ímynd hefur aldrei verið til. Við erum svo langt á eftir hér á Íslandi samanborið við mörg önnur lönd. En þetta er að breytast hægt og rólega og ég gæti vel trúað að það eigi eftir að verða sprenging hvað varðar fjölda karlmanna í hjúkrun á næstu tíu árum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.