Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 21
Fólkið02/02 „markmiðið Er alveg augljóst. Það þarf að auka hlut karlmanna í hjúkrun en leiðirnar til þess eru ekki eins augljósar,“ segir Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir sem tók nýverið við embætti forseta heilbrigðis- vísindasviðs Háskólans á Akureyri. „Það er ekki hvað síst þetta sem mig langar að breyta,“ segir Eydís en eitt af fyrstu verkefnum hennar er að setja fram nýja stefnu innan heilbrigðisvísindasviðs; stefnu sem gildir frá 2018 til ársins 2023. Eydís segir markmiðið vera að auka hlut karlmanna í hjúkrun- arfræðinámi í 25%, en hlutfall þeirra hefur verið afar lágt undanfarin ár, allt frá engum til tveggja í hverjum árgangi. Þá er fyrirhugað að fjölga nemendum í 55 á vormisseri skólaársins 2016-2017 en til þessa hafa verið teknir inn 50 nemendur. Hún segir mikilvægt að ræða þá staðreynd að svo fáir karlmenn leggi fyrir sig hjúkrun og leita leiða til að auka hlut þeirra. Hvað hindrar karlmenn í að fara í hjúkrun? „Mér leikur forvitni á að vita af hverju þetta stafar. Þess vegna þurfum við að taka samtalið og benda jafnframt á að hjúkrun býður upp á fjölmörg tækifæri til sérhæfingar,“ segir hún jafnframt. Strákar hjúkra Fáir karlar í hjúkrun er ekki einangrað fyrirbæri. Íslenskt samfélag er framar- lega hvað jafnrétti varðar, en að mati Eydísar hefur jafnréttisbaráttan snúist fyrst og fremst um að auka hlut kvenna á hinum ýmsum sviðum samfélagsins. Þannig hefur hlutur kvenna auk- ist undanfarin ár í hefðbundnum karlastörfum en hlutur karla í hefð- bundnum kvennastörfum hefur lítið breyst. „Það skortir mótvægis- aðgerðir og það er mikilvægt að huga að því hvernig orðræðan er um hjúkrunarfræðinga. Þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingur sé karlkynsorð er stéttin enn kvengerð. Við verðum að hlusta á okkur sjálf og hvernig orðræðan er,“ segir hún og bendir til að mynda á hlutverk kennara. Hver kennari þarf að huga að því hvernig hann setur fram sitt efni. Eydís er staðráðin í að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að auka hlut karlmanna í hjúkrunarnámi. „Ef við setjum okkur ekki markmið þá gerist ekki neitt.“ Kannski slagorðið verði „Strákar hjúkra“. „Þrátt fyrir að hjúkr- unarfræðingur sé karlkynsorð er stéttin enn kvengerð. Við verðum að hlusta á okkur sjálf og hvernig orðræðan er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.