Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 23
Fólkið02/05 Á ítalíu er um fjórðungur hjúkrunarfræðinga af karlkyni. Fólk, sem endist til að horfa á bandaríska sjónvarpsþætti sem eiga að gerast á sjúkrahúsum, er vel meðvitað um að þar er ekkert undarlegt við að karlar sinni hjúkrun. Á Íslandi þarf hins vegar mikið til að sjúklingur fái hjúkrun karls, hér er um 2% hjúkrunarfræðinga karlkyns. Í alþjóðlegum samanburði eru Norðurlöndin í heild fátæk af körlum í hjúkrun. Þó eru Íslendingar þar alveg sér á báti því Danir, sem næst lélegastir eru norrænna þjóða á þessu sviði, eru með ríflega þrisvar sinnum hærra hlutfall karla í hjúkrun en Íslendingar. Noregur og Svíþjóð geta státað af að um 10% hjúkrunarfræðinga þar eru karlar. Hvernig getur staðið á þessu? Af hverju sækja íslenskir karlar ekki í nám sem er alþjóðlegt, býður upp á fjölbreytt starfsumhverfi og starfsreynslu og er alls ekki illa launað miðað við ýmislegt annað sem karlar sækja í að læra og vinna við? Vegur hjúkrun að norrænni karlmennsku? Meginskýringin virðist felast í menningarlegum hugmyndum um hvað hæfi konum annars vegar og körlum hins vegar. Sögulega séð er hjúkrun tengd konum, Florence Nightingale og hennar líkum. Jafnvel eru dæmi um að körlum hafi verið meinað að læra hjúkrun. Umhyggjan er kvengerður eiginleiki, karlar grafa undan (nor- rænni) karlmennsku með því að velja sér umhyggju að starfi. Svo virðist sem víða annars staðar, t.d. á Ítalíu, sé umhyggjan ekki kvengerð með sama hætti. Á heildina litið er mikilvægt fyrir ítalska karla að öllum sé ljóst að þeir eru karlmenn. En þar er ekki nein mótsögn í því að sýna umhyggju og að vera karlmaður líkt og virðist hafa verið hjá okkur. Ítalskir karlar eru stoltir af að sinna öldruðum foreldrum, börnum, systkinum og öðrum ættingjum, þar er ekkert „ókarlmannlegt“ við slíka hjálpsemi. Það hefur áhrif á náms- og starfsval. Þær rannsóknir, sem til eru á íslenskum (og norrænum) körlum „Stundum eru þeir „grunaðir“ um að vera hommar, stundum fá þeir að heyra að þeir hafi farið í þetta til að geta verið eini haninn á haugnum, eini karlinn í stórum hópi kvenna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.