Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25
Fólkið04/05 Hérlendar og erlendar rannsóknir á körlum, sem sækja í nám í hjúkrun, benda eindregið til að það sé ekki annað sem laðar karla að því námi en það sem laðar konur að: reynsla af umhyggjustörfum, að þekkja einhvern sem starfar innan heilbrigðisgeirans og hvatning frá einhverjum nákomnum. Væntingar karlanna til starfsins virðast ekki heldur skilja sig frá væntingum nemenda í heild. Umhyggjan og löngunin til að hjálpa öðrum er efst á listanum. Kynjaskiptur vinnumarkaður er vandamál af mörgum ástæðum. Kynjaskiptingin dregur úr sveigjanleika markaðarins, viðheldur hugmyndum um eðlislæg einkenni karla og kvenna og er að öllum líkindum ein af megin ástæðum viðvarandi launamunar karla og kvenna. Þróun síðustu áratuga í flestum vestræn- um ríkjum og sérstaklega hinum norrænu hefur verið sú að störfum, þar sem karlar eru í miklum meirihluta, fækkar en engin breyting verður á störfum þar sem konur eru í miklum meirihluta eða þá að hlutfall kvenna eykst enn frekar. Á þessu eru undantekningar því t.d. hefur Norðmönnum tekist að margfalda fjölda karla á leikskólum með margþættum og sam- tvinnuðum aðgerðum og þá á þeim forsendum að um gæðamál sé að ræða. Leikskóli með starfsmenn af báðum kynjum sé einfaldlega betri leikskóli en sá sem aðeins hefur annað kynið starfandi. Það er reyndar nokkuð samdóma niðurstaða rannsókna á mismunandi vinnustöðum að betri sé fjölbreytileiki en fábreytni í hópi starfsmanna og það á ekki hvað síst við um kynjablöndun. Virkni og samskiptahættir batna á heildina litið og vellíðan starfsmanna eykst. Hví skyldi það ekki líka eiga við innan hjúkrunar? Erfitt er að sjá nokkra skynsamlega ástæðu fyrir því að karlar læri ekki hjúkrunarfræði. Að öllum líkindum er meginskýringin falin í því að það hvarflar einfaldlega ekki að þeim. Sé svo ætti ekki að þurfa að vera verulegum erfiðleikum háð að þoka fjölda þeirra upp á við. „Erfitt er að sjá nokkra skyn- samlega ástæðu fyrir því að karlar læri ekki hjúkrunarfræði. Að öllum líkindum er megin- skýringin falin í því að það hvarflar einfaldlega ekki að þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.