Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 46
Fagið07/11 vörn gegn utanlegsþungun og geta minnkað fyrirtíðaspennu. Sumar tegundir hafa einnig jákvæð áhrif á bólur í húð (Reynir Tómas Geirsson, 2008). Neyðargetnaðarvörn Á Íslandi er aðeins ein neyðargetnaðarvörn fáanleg, Postinor®. Postinor® inniheldur 1,5 mg af levónorgestrel. Lyfið skal nota eigi síðar en 72 klukkustundum eftir óvarðar samfarir eða eftir að getn- aðarvörn, sem verið er að nota, bregst (Sérlyfjaskrá, 2014a). Konur með háan líkamsþyngdarstuðul eru í fjórfalt meiri áhættu á þungun en konur í kjörþyngd sem tóku levónorgestrel-neyðargetnaðarvörnina eftir óvarðar samfarir (Robinson og Burke, 2013). Það er því ekki hægt að treysta á góða virkni neyðargetnaðarvarnapillunnar hjá konum í ofþyngd (McNicholas o.fl., 2015). Segarek Það er ekki hægt að fjalla um getnaðarvarnarpilluna án þess að minn- ast á aukaverkunina segarek. Samsett hormóna-getnaðarvarnarlyf, sem innihalda estrógen og prógestín, auka hættu á bláæðasegareki. Niðurstöður rannsókna benda til þess að nokkur munur sé á gerð samsettra hormónagetnaðarvarna með tilliti til hættu á bláæðasega- reki. Þessi munur er háður tegund prógestíns í pillunni. Upplýsingar, sem nú liggja fyrir, benda til þess að samsettar hormónagetnaðar- varnir, sem innihalda prógestínin, levónorgestrel, norethisteron eða norgestimat hafi í för með sér minnstu áhættuna samanborið við aðrar samsettar hormónagetnaðarvarnir. Þegar hormónagetnaðar- vörnum er ávísað skal íhuga vandlega einstaklingsbundna áhættu- þætti hverrar konu fyrir sig með tilliti til bláæðasegareks. Tryggja þarf að konan sé upplýst um hættu á bláæðasegareki ef hún er í áhættu- hóp en kýs samt sem áður að fara á samsetta hormónagetnaðarvörn. Hjá flestum konum vegur ávinningurinn miklu þyngra en hættan á alvarlegum aukaverkunum. Ávinningurinn er þó ekki meiri ef konan er með háan líkamsþyngdarstuðul, nema síður sé (Arnþrúður Jónsdóttir o.fl., 2014). Niðurstöður Til að tryggja nægilegt öryggi og virkni hormóna-getnaðarvarnar fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.