Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 51
þankastrik02/04 nú í rúmlega eitt ár hefur bráðamóttaka Landspítalans haldið viku- legar „trauma“-æfingar fyrir starfsfólk deildarinnar. Stofnaður var sérstakur hópur til að halda utan um þessar æfingar en í hópnum eru starfandi bæði læknar og hjúkrunarfræðingar sem hittast reglulega. Á þessum fundum eru sett fram ákveðin markmið með æfingunum og hvað við ætlum að fá út úr hverju tilfelli en nýtt tilfelli er tekið fyrir mánaðarlega. Við reynum okkar besta til að hafa fjölbreyttar æfingar en jafnframt raunverulegar og leggjum áherslu á að æfa okkur í að nota þann búnað sem við höfum á bráðamóttökunni. Æfingarnar eru á hverjum fimmtudagsmorgni og taka þeir einstaklingar sem eru í vinnu á þeim tíma þátt í æfingunum en einstaklingar sem ekki eru á vakt mæta einnig oft. Síðasta fimmtudag hvers mánaðar eru æfingarnar töluvert stærri þar sem fleiri viðbragðsaðilar eru virkjaðir. Eins og ég minntist á áður eru nýjar æfingar mánaðarlega og það krefst því þess að „trauma-hópurinn“ þarf að hafa töluvert hugmynda- flug til að upphugsa ný tilfelli. Við reynum að hafa æfingar í takt við þær aðstæður sem við erum að glíma við hverju sinni. Á veturna höf- um við til dæmis tekið fyrir skíðaslys, fall í hálku og ofkælingu en við tryggjum það að hver æfing hafi eitthvert markmið og að skrifaðir séu niður lærdómspunktar sem hægt verði að nýta í áframhaldandi starfi. Í lok hverrar æfingar eru viðrunarfundir sem taka um 15 mínútur. Þá ræðum við tilfellið öll saman, komum með tillögur að úrbótum og hrósum öllum fyrir það sem vel var gert. Miklar og skemmtilegar umræður myndast oft og er það yfirleitt á þessum tímapunkti sem við náum að læra sem mest af þessum æfingum. Þessar umræður geta leitt til þess að úrbætur eru gerðar á málefnum tengdum fjöl- áverkum á Bráðamóttökunni og fyrir vikið betri þjónustu gagnvart sjúklingum okkar. Uppsetning æfinganna er nokkuð einföld en við reynum að gera þær eins raunverulegar og mögulegt er. Við fáum alltaf einhvern til að leika sjúkling en frægasti sjúklingurinn okkar var forstjórinn okkar, Páll Matthíasson. Sjúklingar „Við hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfs- fólk, höfum alltaf lagt áherslu á að fræða og upp- lýsa sjúklinga. En vitum við hverjar eru raunverulegar þarfir og óskir þeirra?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.