Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 66
Fagið03/04 tvíbýli. Viðbótarsmitgát krefst þess að alltaf sé notaður hlífðarbún- aður (langermahlífðarsloppur, hanskar og gríma) og smitleið höfð til hliðsjónar við val á hlífðarbúnaði. Fylgja þarf leiðbeiningum um að nota hlífðarbúnaðinn einu sinni, þ.e. hönskum, grímu og einnota hlífðarslopp er hent. Ef hlífðarsloppurinn er margnota er hann notaður einu sinni og settur í þvott að verki loknu (Siegel o.fl., 2007). Þegar viðbótarsmitgát er beitt þarf að tryggja að sjúklingur fái alla þá þjónustu og meðferð sem hann þarf á að halda en jafnframt að hindra dreifingu örverunnar sem einangrað er út af vegna. Þetta gerir kröfur til starfsmanna um að þeir kunni að vinna rétt þegar þeir sinna sjúklingi sem er í einangrun. Starfsmannaheilsuvernd er mikilvægur þáttur grundvallar smit gátar. Á Landspítala eiga allir nýráðnir starfsmenn að fara til starfsmanna- hjúkrunarfræðings við upphaf starfs. Starfs manna- hjúkrunar fræðingur fer meðal annars yfir bólusetningar starfsmannsins og hefur til hliðsjónar tilmæli sóttvarnalæknis frá 2011. Í þeim kemur fram að við nýráðningar eiga starfsmenn að vera fullbólusettir gegn eftirfarandi sjúkdómum: Barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, mænusótt, rauðum hundum og lifrarbólgu B. Starfsmenn, sem eru 60 ára eða eldri, þurfa einnig að vera bólusettir fyrir pneumókokkasýkingum. Vanti upp á bólusetningar starfsmanna á að bjóða þeim bólusetningar. Þá þarf að endurmeta bólusetningar starfsmanna á 10 ára fresti og endurbólusetja gegn barnaveiki, stíf- krampa og kíghósta. Loks mælist sóttvarnalæknir til að allir heilbrig- iðisstarfsmenn séu bólusettir gegn árlegri inflúensu. Markmiðið með bólusetningum heilbrigðisstarfsmanna er að tryggja heilbrigði þeirra og öryggi sjúklinga með því að minnka líkur á útbreiðslu farsótta á heilbrigðisstofnunum (Sóttvarnalæknir, 2011). Það er vel þekkt að heilbrigðisstarfsmenn geta smitað sjúklinga og sjúklingar geta smitað heilbrigðisstarfsmenn. Rannsókn á áhrifum inflúensubólu- setningar heilbrigðisstarfsmanna sýndi að því fleiri starfsmenn sem Markmiðið með bólusetning- um heilbrigðisstarfsmanna er að tryggja heilbrigði þeirra og öryggi sjúklinga með því að minnka líkur á útbreiðslu far- sótta á heilbrigðisstofnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.