Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 20
Vellíðan og sátt eða örmögnun og vansæld niðurstöður rannsóknarinnar komu fram í fjórum megin - þemum: Maður fer aldrei úr þessari kápu vísar til starfs hjúkr- unardeildarstjóranna sem þeir sögðu umfangsmikið og ábyrgð- ina takmarkalausa. Þú ræður eiginlega ekki þó þú ráðir vísar til starfsumhverfis þeirra þar sem þær finna fyrir áhrifaleysi sem birtist í því að þær ráða litlu um eðli og ákvarðanir yfirstjórn- enda sem þær þurfa svo að framfylgja. Það sést þegar manni líður vel vísar til líðanar þeirra í starfi sem er annaðhvort vellíðan og sátt í starfi eða örmögnun og vansæld. Maður þarf að vera viðbúinn hreinlega öllu vísar til reynslu hjúkrunardeild- arstjóranna af bjargráðum til að takast á við starfið. undir - stöðu bjargráðið endurspeglast svo í meginniðurstöðu rann - sóknarinnar, að Aðalmálið er að hlúa að sjálfum sér. aðspurð hvað kom helst á óvart í niðurstöðunum var meg- inniðurstaðan hve mikilvægt það var að þær tækju mjög meðvitaða ákvörðun um að hlúa að sjálfum sér til að geta tekist á við krefjandi starf deildarstjórans — og alveg einkanlega þegar álagið í starfinu var mikið. Þær nefndu til dæmis jóga, gönguferðir, fjallgöngur, hlaup, svefn, borða reglulega næring- arríkan mat, fara í nudd og hitta ástvini sína og vini. að sögn aðalbjargar kom þeim einnig á óvart hve þáttur næstu yfir- manna hjúkrunardeildarstjóranna var fyrirferðamikill í líðan þeirra í starfi. Þar skiptist hópurinn í tvennt: þær sem fengu stuðning næsta yfirmanns leið almennt betur í starfi og voru sáttari en þær sem ekki fengu stuðning næsta yfirmanns leið ver í starfi og voru ósáttari. nokkrar þeirra sem ekki nutu stuðnings næsta yfirmanns höfðu fundið leið til sáttar með því að hlúa að sjálfum sér. En þær sem bæði hlúðu að sér reglu- bundið og nutu stuðnings næsta yfirmanns fundu fyrir vellíðan og sátt í starfi sínu. „Það kom mér á óvart hve þessi niðurstaða var afgerandi og skýr.“ Miklar kröfur gerðar til hjúkrunar- deildarstjóra „Ég er ekki viss um að þetta sé veruleiki sem einungis hjúkr- unardeildarstjórar standa frammi fyrir. Bbæði reynsla mín af lífssamferð með alls konar fólki og einnig reynsla mín af sam- skiptum við dvalargesti í starfi mínu sem deildarstjóri hjúkr- unar á heilsustofnun, hefur leitt í ljós að skortur á stuðningi næstu yfirmanna samhliða erfiðleikum við að forgangsraða sjálfum sér fremst — hlúa að sér fyrst — leiðir af sér vanlíðan og ósátt í starfi,“ segir aðalbjörg. hún telur þó, í ljósi rannsókn- arniðurstaðna hennar og fleiri, að hjúkrunardeildarstjórar séu berskjaldaðri fyrir því að verða fyrir kulnun í starfi. Ástæðurnar telur hún helstar vera vegna eðlis starfsins, stöðugra krafna um hagkvæmni og bestu gæði þjónustu á sama tíma og þeir leitast við að hlúa að starfsfólki sínu sem þarf að hlaupa æ hraðar og vera stöðugt reiðubúið fyrir, já, næstum hvað sem er, segir hún enn fremur. „Það er mjög auðvelt í því umhverfi sem heil- brigðisþjónustan er núna að hjúkrunardeildarstjórar festist á milli annars vegar skilaboða frá yfirstjórnum stofnananna, sem þeir starfa hjá, og hins vegar krafna undirmanna sinna. Þeir eru mikilvægur hlekkur þarna á milli og til að allt gangi sem best fyrir sig þurfa þeir að búa yfir yfirsýn, samskiptafærni og vera lausnamiðaðir, ásamt því að vera faglega færir, metnaðarfullir og með skarpa framtíðarsýn. Þetta eru ekki smávægilegar kröfur sem eru settar á herðar hjúkrunardeildarstjóra!“ „Nei, hingað og ekki lengra!“ aðalbjörg segir að munurinn á hjúkrunardeildarstjórum sem millistjórnendum í heilbrigðisþjónustu og öðrum millistjórn- endum sé einkum sá að þeir bera fleiri hatta, líkt og hún orðar það. hún bendir þannig á að millistjórnendur eru oftast „ein- göngu“ stjórnendur en hjúkrunardeildarstjórar eru einnig klín- iskir hjúkrunarfræðingar sem þurfa oftar en ekki að stökkva í ýmis hjúkrunarverk samhliða því að vera stjórnendur. „Við - helga ólafs 20 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Nokkrar þeirra sem ekki nutu stuðnings næsta yfirmanns höfðu fundið leið til sáttar með því að hlúa að sjálfum sér. En þær sem bæði hlúðu að sér reglubundið og nutu stuðnings næsta yfir - manns fundu fyrir vellíðan og sátt í starfi sínu. „Hjúkrunardeildarstjórarnir, sem ég talaði við, höfðu flestallir, á einhverjum tímapunkti í starfi, fundið einhver einkenni kulnunar. Í kjölfarið tóku þeir ákvörðun um að annaðhvort vera áfram á vinnustaðnum eða gera breytingar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.