Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 33
fyrst ekki er greiður aðgangur að Landspítalanum verður þjón- ustan aldrei eins á öllu landinu, en mig langar að sjá þjónustuna úti á landi færast nær því sem er á höfuðborgarsvæðinu. En hvað getum við gert? Við gætum krafist aukins fjármagns inn í heilbrigðismálin úti á landi. Það hefur verið reynt margsinnis og engin ástæða til þess að hætta því þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf borið árangur. Við gætum reynt að laða að lækna og hjúkrunarfræðinga til okkar með alls konar gylliboðum í von um að þeir setjist að í samfélaginu eða við getum gert starfsum- hverfið samkeppnishæft, spennandi, árangursríkt og þjónandi. Miðlægur fræðslu- og verklags- gagnagrunnur Mig langar að sjá heilbrigðiskerfið í heild sinni vinna meira saman. Mig langar að sjá stærri stofnanir miðla þekkingu til minni eininga úti á landi í miklu meiri mæli og reglulega. Einnig vil ég sjá að allt heilbrigðiskerfið sé samstiga, starfi sem ein heild, þannig að minni heilbrigðisstofnanir þurfi ekki að finna upp hjólið heldur að þær geti nýtt þá þekkingu og færni sem er til staðar á stærri sjúkrahúsum, minni einingunum til stuðn - ings og fræðslu. Til dæmis væri hægt að hafa miðlægan fræðslu- og verklagsgagnagrunn fyrir allar sjúkrastofnanir á landinu og betri samtengingu í sjúkrasögu sjúklinganna. Þetta eru stóru draumarnir mínir, en hvað get ég sem hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður á heilsugæslu hSa gert til þess að ná þessum markmiðum? Ég hef ekkert með nein fjármál eða mannaforráð að gera en ég hef mikla og góða þekkingu sem hjúkrunarfræðingur. Mín hænuskref í áttina að stóra draumnum eru að horfa á hvernig ég vinn og skoða hvaða þekkingu ég bý yfir sem gæti komið öðrum heilbrigðiseiningum til góða og hvernig þeirri þekkingu verður komið áfram til annarra stofnana sem gætu nýtt sér þekkinguna. Einnig ætla ég að skoða hvað ég get gert til þess að bæta mína vinnu og þjónustu við skjólstæðingana svo að þeir finni til öryggis og trausts gagnvart stofnuninni. jafnframt ætla ég að horfa til annarra stofnana og sjá hvort það er einhver þekking þar sem gæti nýst mér og stofnuninni minni til bættrar þjónustu. Það að vera hjúkrunarfræðingur á heilsu- gæslu og sjúkraflutningamaður á landsbyggðinni þýðir nefni- lega að maður þarf að kunna skil á mjög mörgu og helst öllu og þess vegna er mikilvægt að starfsfólk minni heilbrigðisein- inga fái sem bestan stuðning og fræðslu frá sérhæfðari ein- ingum. Þó að ákveðin slys eða veikindi séu fátíð koma þau samt inn á borð til okkar og þess vegna verður þekkingin og færnin að vera til staðar. Það er jafnvel mikilvægara að minni heilbrigðis - einingar hafi æfingar á verklagsreglum og flæðiritum reglulega heldur en sérhæfðari einingar sem eru í góðri þjálfun. Það á ekki að gefa neinn afslátt á þjónustu, gæðum eða hæfni heil- brigðisþjónustunnar þrátt fyrir að hún sé langt frá höfuð - borginni. Því hærra menntunarstig sem við höfum því betra. hér verður fólk oft að standa eitt að ákvörðunum. Sjúkraflutn- ingar eru oft mjög langir og ýmislegt hefur gerst í þeim ferðum sem krefst færni og reynslu sjúkraflutningamannsins. Ekki má gleyma því að hvert sem maður horfir gera allir sitt besta og allir geta gert misstök — hvort sem það er á stóru sjúkrahúsi eða lítilli heilsugæslu. Þeim mun fleiri sem þátt taka, þeim mun auðveldara verður ferðalagið Þó að skrefin séu lítil fer maður ekki maraþon nema taka eitt skref í einu. En um leið og fleiri eru komnir til þess að taka þessu litlu skref með manni verður ferðalagið auðveldara. Þetta er heilbrigðiskerfið okkar allra, ekki bara heilbrigðisstarfs- mannanna heldur þjóðarinnar í heild, og berum við öll ábyrgð á því hvernig við viljum hafa það. Ég sé ákveðin skref gerast hjá hSa og öðrum stofnunum og það segir mér að fleiri hafa sama draum og ég. Ég vona að þær aðgerðir haldi áfram að vinda upp á sig og í framtíðinni eigum við heilsteypt heilbrigðiskerfi sem við getum öll verið stolt af. Ég skora á hildi Vattnes kristjánsdóttur hjúkrunarfræðing að skrifa næsta Þankastrik. draumurinn um heilsteypt heilbrigðiskerfi tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 33 „Það á ekki að gefa neinn afslátt á þjónustu, gæð - um eða hæfni heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir að hún sé langt frá höfuðborginni. Því hærra menntunarstig sem við höfum því betra. Hér verður fólk oft að standa eitt að ákvörð un um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.