Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 34
Í febrúar síðastliðnum hófst á vegum alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WhO) og alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (iCn) þriggja ára átak sem ber yfirskriftina Nursing Now. Markmið átaksins er að bæta stöðu og ímynd hjúkrunar á alþjóðavettvangi og valdefla hjúkrunarfræðinga til að taka þátt í helstu heilbrigðisverkefnum 21. aldar- innar. Verndari Nursing Now er hertogaynjan af Cambridge, kate Middleton, sem hefur fram að þessu sérstaklega stutt við bakið á börnum er kljást við andleg og langvarandi veikindi. Nursing Now byggist á niðurstöðum skýrslunnar Triple Impact frá 2016 þar sem fjallað er um hin þríþættu áhrif hjúkrunar: betra heilsufar, aukið kynjajafnrétti og styrkara hagkerfi. Í skýrslunni kemur fram að með valdeflingu hjúkrunarfræðinga má bæta heilbrigði auk þess að stuðla að jafnrétti kynjanna og styrkja frekar hagkerfi landanna. helstu markmið átaksins eru að bæta heilsu um allan heim með því að styrkja stöðu hjúkrunarfræðinga um allan heim, hafa áhrif á stefnumótun og styðja við leiðtogahlutverk hjúkrunarfræðinga. Skerpa hlutverk hjúkrunarfræðinga í heilbrigðismálum hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðis- kerfisins en nú er. nýjungar í heilbrigðisþjónustunni munu meðal annars kalla á aukna þjónustu innan heilsugæslunnar og í heimahúsum sem og aukna persónumiðaða, heild ræna þjónustu þar sem áhersla er lögð á forvarnir og tækninotkun. Þetta eru allt svið sem hjúkrunarfræðingar eiga að taka forystu á en til að svo megi verða þarf að hámarka framlag þeirra og skerpa á hlutverki þeirra í ákvarðanatöku og stefnumótun í heilbrigðismálum. Í Nursing Now-átakinu verður unnið með samstarfsaðilum um heim allan til að fá fleiri hjúkrunarfræðinga í forystustöður og að hjálpa hjúkrunarfræðingum til að ná verðskulduðum áhrifum. Það mun einnig styðja hjúkrunarfræðinga víða um heim í sókn þeirra fyrir betri menntun og þjálfun og að deila rannsóknum og gagnreyndum aðferðum í hjúkrun. Það mun einnig hvetja leiðtoga heims til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heil- brigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. hjúkrunarfélögin á norðurlöndunum hafa ákveðið að taka þátt í átakinu og nefnt það Nursing Now Nordic. Áhersla verður lögð á að skoða hlutverk yfirhjúkrun- arfræðings eða government Chief nursing Officer (gCnO) á norðurlöndunum. Í dag hafa noregur og Svíþjóð slíka stöðu innan stjórnsýslunnar en ólíka þó. hjúkrunar- félögin á norðurlöndunum hafa ákveðið að taka þátt í átakinu og nefnt það nursing 34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Nýjungar í heilbrigðisþjónustunni munu meðal annars kalla á aukna þjónustu innan heilsugæslunnar og í heimahúsum sem og aukna persónumiðaða, heildræna þjónustu þar sem áhersla er lögð á for- varnir og tækninotkun. Nursing Now: Markmiðið að bæta stöðu og ímynd hjúkrunar á alþjóðavettvangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.