Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 38
ingin, sem við höfum staðið frammi fyrir frá sameiningu, er sú fordæmalausa aukning sem hefur orðið í þjónustuþörf á svæðinu samhliða sprengingu í fjölgun ferðamanna sem heimsækja Suðurland. Ofan á það bætist svo mjög hröð íbúafjölgun. Þjónustan á bráðamóttöku, í sjúkraflutningum, í heilsugæslu og í heimahjúkrun hefur vaxið um tugi prósenta á fjórum árum. Við höfum því þurft að laga okkur að því að veita sífellt meiri þjónustu fyrir hlutfallslega minna fé án þess að það bitni á gæðum þjónustunnar,“ segir herdís og heldur áfram. „Í eðli sínu er heilbrigðisþjónusta síbreytileg og þarf að vera það til að við þróumst fram á við. Því er stöðugar breytingar, bæði í rekstri, hagræðingu, þjónustuframboði, faglegum kröfum og stöðug þróun hjá okkur í starfsmannamálum.“ Frá vöggu til grafar herdís er næst spurð að því hvaða hlutverki hjúkrunarfræðingar hafi gegnt í þeim breytingum sem stofnunin hefur gengið í gegnum. „Starf hjúkrunarfræðinga á hSu hefur þá sérstöðu að einstaklingum er fylgt frá vöggu til grafar. Sem dæmi má nefna að störf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni á landsbyggðinni gera kröfur til yfirgrips- mikillar þekkingar í hjúkrun og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum í heilsu- gæslu. Til okkar leita bæði börn, fullorðnir og aldraðir út af öllum tegundum heilsu- farsviðfangsefna, hvort sem um er að ræða andleg eða líkamleg veikindi eða slys. hjúkrunarfræðingar gegna æ meira hlutverki í framlínu þjónustunnar hjá hSu og við stöndum frammi fyrir því að þjálfa nú upp hæfnisþætti hjá hjúkrunarfræð ingum sem þurfa að hafa afar fjölbreytta færni til að takast á við vaxandi ábyrgð í heilsugæslu nútímans og til framtíðar.“ Les vers úr biblíunni í upphafi vinnudags Þegar herdís var spurð hvernig hefðbundinn vinnudagur væri hjá henni kom fram að hún byrjar oftast á að stilla hugann og taka sér hljóða 5 mínútna stund þegar hún kemur inn á skrifstofu þar sem hún les gjarnan vers úr biblíunni. Svo tekur hún til við verkefni dagsins, les fyrst tölvubréf, útdeilir verkefnum, skipuleggur vinnufundi, fer yfir verkefnalistann sinn, vinnur sjálf heilmikla greiningarvinnu, hrindir verkefnum í framkvæmd og gefur sér einnig tíma fyrir óformleg samskipti sem skila oft miklu. „Mikill tími fer í fundi sem eru til gagns þegar tilgangurinn er skýr og markviss og unnið er úr málefnunum. Starf forstjórans er líka fólgið í að hlusta, taka yfirvegaðar ákvarðanir og leiða aðra til góðra verka,“ segir herdís. magnús hlynur hreiðarsson 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Herdís að taka á móti forsetahjónunum við heilsugæslustöðina í Laugarási í Bláskógabyggð en forsetahjónin komu þangað í tilefni af 20 ára afmæli sveitarfélagsins. Ljósmynd/einka- safn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.