Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 49
sjálfboðaliði í spænsku veikinni tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 49 þurfti hann oft að byrja á að kveikja upp í ofni, ef á annað borð var til eldiviður eða olía, því nístingskalt var úti og fólkið, sem lá veikt, var máttvana.4 Þórður Sveinsson starfaði líka úti í bæ og komst því ekki fyrr en seint á kvöldin til að ganga stofugang í Barnaskólanum. garðar gíslason sá um að útvega vistir handa eldhúsinu í Barnaskólanum en það útbjó einnig mat sem var sendur út í bæ. hann lánaði einnig bíl undir lækni. fleiri kaupmenn lögðu sitt af mörkum. Thor jensen hélt uppi almenningseldhúsi í hús - næði Sláturfélags Suðurlands þar sem voru framreiddir tugir þúsunda máltíða og útgerðarfyrirtækið kveldúlfur sendi skip til veiða og gaf allt sem veiddist. Christophine Bjarnhéð ins son vann ekki aðeins í sjúkraskýlinu heldur sinnti hún einnig heim- sóknum. hún hafði árið 1915 tekið þátt í að stofna hjúkrunarfélagið Líkn og félagið gerði nú það sem það gat. Christophine tók eftir því í heimsóknum sínum að margir sjúklingar þjáðust ein- nig af berklum. hún áttaði sig þá á því að brýnt væri að ráðast gegn þessu heilbrigðisvandamáli.5 Það leiddi til þess að fljótlega eftir áramót fékk Christophine því framgengt að Líkn gat opnað berklahjálparstöð í kirkjustræti 12. Knýjandi þörf fyrir sjúkrahúspláss fyrir börn Á Lindargötu 14 létust systkinin ingibjörg jónsdóttir og jón jónsson með tveggja daga millibili, 12. og 14. nóvember. Þörfin fyrir sjúkrahúspláss handa börnum var knýjandi. hinn 15. nóv- ember var því ákveðið að taka þrjú herbergi á efri hæð vestur- álmu Barnaskólans undir barnahæli. Það var hugsað bæði fyrir veik börn og þau sem áttu mjög veika foreldra eða voru búin að missa foreldrana. Ekki var þó unnt að opna hælið fyrr en 17. nóv- ember sökum skorts á sjálfboðaliðum. Snemma morguns þess dags var Þorbjörg komin í útifötin og ætlaði að snúa aftur til vinnu. Þá var dyrabjöllunni hringt og í dyrunum stóð katrín Skúladóttir Magnússon, formaður kvenfélagsins. hún var gift guðmundi Magnússyni lækni, einum læknanna sem veiktust ekki og sinntu heimsóknum á vegum hjúkrunarnefndar. Sjálf var katrín viðriðin sjúkraskýlið í Barnaskólanum og kom nú til þess að biðja Þorbjörgu um að hjálpa til á barnastofunni. kvenfélags- konurnar höfðu tekið eftir því hversu vel hún vann og að starfið hentaði henni greinilega. Þorbjörg reyndi að mótmæla, sagði að hún hefði lofað að mæta til vinnu, en katrín var þegar búin að tala við Sigurð Briem og hafði útvegað nýtt leyfi frá störfum. Ekki var því um annað að ræða fyrir Þorbjörgu en að hraða sér niður í Barnaskólann. frosthörkurnar, sem staðið höfðu síðan um veturnætur, voru nú gengnar yfir og farið að rigna. En stutt var að fara og eftir nokkrar mínútur var Þorbjörg á leið upp stigann á þriðju hæð þar sem opna átti barnastofuna eftir stutta stund. katrín Skúladóttir var komin á undan henni og gerði sig líklega til að fara með Þorbjörgu inn á barnastofuna og útskýra fyrir henni í hverju starfið fólst. En í því var komið með fyrsta barnið, átta daga gamlan dreng með lungnabólgu sem hafði misst báða foreldra sína. Áður en Þorbjörg vissi af var ungbarnið komið í fang hennar. Eftir því sem á daginn leið fylltist stofan af börnum og einnig af sjálfboðaliðum. Þetta voru flestar eldri hefðarkonur úr kven- félaginu. Þorbjörg var feimin við að ávarpa þessar mektarkonur, sumar þjóðþekktar. hún hélt sig því sem mest í sínu horni með sín verkefni á meðan konurnar ræddu sífellt sín á milli hvaða hjúkrunaraðferðir væru bestar. Falleg bros farin inn í eilífðina næstu daga var frú katrín sjaldan í barnaskólanum. hún sá aðallega um aðföng og að koma hjálp til fjölskyldna úti í bæ. Þó kom hún stöku sinnum við, sagði fátt en fylgdist með. Einn daginn brá hún Þorbjörgu afsíðis og hrósaði henni fyrir að sinna sínum börnum og skipta sér ekki af hinum, vinna í hljóði og reyna ekki að keppast um hvaða aðferð væri best. Orð katr- ínar höfðu mikil áhrif á Þorbjörgu og hún hugsaði mikið um hvað katrín væri róleg og skipulögð. undir lok tíma hennar í Barnaskólanum fór Þorbjörg einn dag í heimsókn á kvennastofuna þar sem hún hafði fyrst verið. Starfskona reyndi að banna henni inngöngu en þegar hún sagðist hafa leyfi katrínar var henni hleypt inn andartak. Christo - phine Bjarnhéðinsson hafði gefið ströng fyrirmæli um að engar heimsóknir væru leyfðar en orð formanns kvenfélagsins vógu einnig þungt. Þær konur sem höfðu enn ekki útskrifast, voru nú allar á batavegi. hún spurðist líka fyrir hjá manni, sem hún hitti fyrir utan karlastofuna, um ástand sjúklinganna en frændi hennar, sem hún hafði áður heimsótt, var nú látinn og fallega brosið hans farið inn í eilífðina. Löngunin til að gera góðverk leiddi hana í hjúkrunarnám Vikurnar eftir að hún hætti í sjúkraskýlinu hugsaði hún oft um það sem hún kallaði þjónustuna — þjónustu við lífið, að vinna með höndunum við að hjálpa veiku fólki. Þar sem hún sat á skrifstofunni í Pósthússtræti að leggja saman tölur og færa blöð úr einum bunka í annan, spurði hún sig hvort þetta væri það sem hún vildi gera allt lífið. hún fór að túlka ýmis atvik eins og þau væru að benda henni í ákveðna átt. Einn daginn, þegar hún gekk upp Bankastræti, mætti hún stúlku sem hún kannaðist eitthvað við. Stúlkan heilsaði glaðlega og sagðist vera á lífi Thor Jensen hélt uppi almenningseldhúsi í húsnæði Sláturfélags Suðurlands þar sem voru framreiddir tugir þúsunda máltíða og útgerðar- fyrirtækið Kveldúlfur sendi skip til veiða og gaf allt sem veiddist. 4 Valtýr Stefánsson (1959), bls. 287. 5 Christophine Bjarnhéðinsson (1919).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.