Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 54
54 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Það er staðreynd að kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni er til staðar í íslensku heilbrigðiskerfi líkt og annars staðar í samfélaginu. Síðastliðinn vetur skrifuðu um 500 kvenkynshjúkrunarfræðingar, ljósmæður og nemar undir yfirlýsingu í metoo-bylt- ingunni. Yfirlýsingunni fylgdu sögur fjölmargra kvenna sem höfðu orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni eða ofbeldi, kynbundinni mismunun, þöggun eða jaðarsetningu í starfi sínu. Það er staðreynd að árum saman hafa konur átt erfitt með að segja frá sinni reynslu, m.a. vegna ótta um neikvæð áhrif á starfsferil og starfsaðstæður. Í metoo-byltingunni kröfðust þessar konur þess að á þær væri hlustað. Í krafti fjöldans sýndu þær fram á kerfislægt vandamál. Bent var á að mikilvægt væri að líta heildstætt á vandamálið og nálgast það lausnamiðað og faglega. Þannig væri hægt að tryggja sem farsælust sam- skipti vinnustaðar, starfsfólks og skjólstæðinga. Berum öll ábyrgð á samskiptum á vinnustað félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þetta verkefni af festu og hefur skipað vinnuhóp sem vinnur að aðgerðaáætlun fyrir félagið. Landspítali tók umræðuna einnig alvarlega og lét framkvæma örkönnun á meðal síns starfsfólks. Þar kom fram að á mánuðunum á undan höfðu tæp 3% starfsfólks orðið fyrir kynbundinni áreitni af hálfu samstarfs- manns og 7% af hálfu sjúklings. Þessi niðurstaða staðfesti að víða er pottur brotinn í samskiptum á Landspítala. Í kjölfarið hófst Landspítali handa við að útbúa samskipta- sáttmála sem nú er tilbúinn og verið er að innleiða og kynna fyrir starfsfólki. Samskiptasáttmálinn er byggður á raunverulegri reynslu starfsfólks spítalans. Í sátt- málanum eru átta þættir. Í hverjum þætti er tiltekið hvað er æskilegt og hvað á að forðast. gagnkvæm virðing, skýr samskipti og boðleiðir, samvinna og samkennd auka bæði öryggi og vellíðan í starfi og skila sér í betri þjónustu við sjúklinga. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á samskiptum á okkar vinnustað. Mikilvægt er að hver mann- eskja skoði sjálfa sig og eigin samskiptamynstur. hægt er að nýta samskiptasáttmálann sem eins konar leiðarvísi við sjálfskoðun og endurskoðun á samskiptamynstri. Við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir misbeitingu valds. Við líðum ekki neins konar ofbeldi eða áreitni. Við styðjum hvert annað, hlust - um og sýnum hvert öðru virðingu og samkennd. Í kjölfar metoo-byltingarinnar — hugleiðingar um framhaldið Marta Jónsdóttir Marta Jónsdóttir hjúkrunarfræð ingur. Við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir misbeitingu valds. Við líðum ekki neins konar ofbeldi eða áreitni. Við styðjum hvert annað, hlustum og sýnum hvert öðru virðingu og samkennd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.