Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 58
herdís sveinsdóttir 58 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Meistaranám Meistaranám við hjúkrunarfræðideild er 120 einingar en allt að 30 einingar úr BS-námi og 30 einingar úr diplómanámi eru metnar inn í meistaranámið. námið byggist á þremur náms- leiðum: klínískum kjörsviðum (sjá töflu 1), rannsóknaþjálfun og hjúkrunarstjórnun. námsleiðir á klínískum kjörsviðum miða að því að efla færni hjúkrunarfræðinga til að takast á við klínísk verkefni í hjúkrunarstarfinu og fer kennsla og skipu- lagning náms fram í nánu samstarfi við sérfræðinga í hjúkrun á hverju kjörsviði fyrir sig. hjúkrunarfræðideild hefur í fjöl- mörg ár, eða allt frá því námsleiðin Eir var stofnuð árið 2002, lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að skipuleggja klínískt framhaldsnám í hjúkrun og hefur það leitt til mikillar fjölgunar sérfræðinga í hjúkrun. nú er starfandi 51 sérfræðingur í hjúkr - un á Landspítalanum einum. Þeir eru í forystu við að skipu- leggja og endurskoða hjúkrun á sínum starfsvettvangi og því mikilvægar fyrir myndir í hjúkrun. Því er áríðandi að efla nám hjúkrunarfræðinga til sérfræðingsréttinda. Í námsleiðinni í rannsóknaþjálfun er rannsóknarverkefnið 60 einingar þar sem nemandi fær þjálfun í öllu rannsóknarferlinu. Markmið námsins er að efla fræðilega þekkingu á ákveðnu sérsviði hjúkrunar, þjálfa hjúkrunarfræðinga í vísindalegum vinnubrögðum og auka færni þeirra í rannsóknastörfum og þróunarverkefnum. Í hjúkrunarstjórnun er lögð áhersla á að dýpka þekkingu, skilning og færni nemenda við að samþætta margs konar hjúkr unarmeðferð, skipulag, mannauð, aðföng og fé svo unnt sé að nýta bestu þekkingu og rekstrarfé heilbrigðisstofnana sem best og þar með undirbúa þá til starfa sem stjórnendur og leiðtoga í hjúkrun. Í hjúkrunarstjórnun eru tvö áherslusvið sem nemendur velja um: annars vegar rekstur og mannauðs stjórn - un og hins vegar forysta og frumkvöðlastarf. námskeið í diplóma- og meistaranámi eru kennd í stað - lotum aðra hvora viku eða í svokölluðum kennsluvikum. Með þessu er leitast við að gera námið sveigjanlegra og gefa nem- endum betra tækifæri til sjálfsnáms og verkefnavinnu og hefur það gefist mjög vel. Áhugi er á því að gera námið enn sveigjan- legra á komandi árum. Mikilvægur áfangi — hluti BS-náms metinn á MS-stigi Mikilvægur áfangi náðist árið 2016 þegar viðurkennt var að 30 einingar úr grunnámi yrðu metnar til meistaranáms en helga jónsdóttir, fyrrverandi deildarforseti, beitti sér mjög fyrir því. forsöguna má rekja til vinnu deildarinnar við að ákveða hversu langt nám eigi að liggja að baki starfsréttindum í hjúkrun. Sú saga hefst með Bolognaferlinu (e. Bologna Process) sem er heiti yfir samstarf Evrópulanda um eflingu framhaldsnáms á há- skólastigi í álfunni og er Ísland aðili að þessu samstarfi. Bo- lognayfirlýsingin var samþykkt árið 1999 og hefur leitt til ýmissa breytinga á fyrirkomulagi æðra náms í Evrópu. Megin- markmiðið var að fyrir árið 2010 yrði til samevrópskt há- skólasvæði þar sem hreyfanleiki nemenda og háskólafólks væri auðveldaður. helstu breytingarnar fólu í sér samræmingu á menntagráðum og var lagt til að BS-nám væri að öllu jöfnu 3 ár, MS-nám 2 ár og doktorsnám 3 ár. Í kjölfar þessa hefur námi verið breytt hér á landi, t.d. er verkfræði, sjúkraþjálfun og kenn- araranám 3 ár til BS-prófs og 2 ár til MS-prófs sem veitir þá starfsréttindi. Á undanförnum árum hafa verið unnar 3 skýrsl - ur í hjúkrunarfræðideild um hvað deildin ætti að gera, með þátttöku bæði fÍh og háskólans á akureyri. niðurstaðan hefur verið að ekki skuli krefjast MS-prófs til starfsréttinda hjúkr - unar fræðinga. Ekki kom til greina að stytta nám til starfsrétt- inda enda hefur engin starfsstétt gert það, aðrar stéttir hafa lengt nám sitt. Við í hjúkrunarfræðideild beittum okkur hins „Í þessu sambandi er vert að benda á að nú er hjúkrunarfræðin eina háskólamenntaða heil- brigðisgreinin þar sem einvörðungu er krafist BS-prófs til starfsréttinda hér á landi.“ Tafla 1. klínísk kjörsvið í meistaranámi í hjúkrunarfræði* klínísk kjörsvið í meistaranámi hjúkrun aðgerðasjúklinga hjúkrun bráðveikra hjúkrun langveikra Öldrunarhjúkrun og heimahjúkrun Svæfingahjúkrun Skurðhjúkrun heilsugæsluhjúkrun Barnahjúkrun geðhjúkrun Önnur klínísk sérhæfing * umsóknarfrestur í meistaranám er til 15. apríl á hverju ári og í meistara - nám til 15. október að hausti og 15. apríl að vori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.