Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 77
(Poewe o.fl., 2017). Mikilvægar staðreyndir um levódópalyf í PV má sjá í ramma 1. auk hreyfitruflana koma fram mörg önnur einkenni sem kallast ekki-hreyfieinkenni (e. non-motor symptoms). Ekki- hreyfieinkenni eru mismörg hjá hverjum og einum og hafa mismikil áhrif á líðan sjúklingana á mismunandi tímum í sjúk- dómsferlinu. Þau verða oftast meira íþyngjandi eftir því sem á líður (Sveinbjornsdottir, 2016). niðurstöður rannsókna síðast - liðinna ára hafa leitt í ljós að parkinsonssjúklingar telja að ekki- hreyfieinkenni hafi neikvæðari áhrif á lífsgæði sín en hreyfi - einkennin sjálf (Chaudhuri o.fl., 2011). Þess vegna hafa sér - fræð ingar lagt sífellt meiri áherslu á að greina tilvist þeirra og að meðhöndla þau (nicoletti o.fl., 2017). hjúkrunar fræðingar nota oft sérstakan spurningarlista til að svipast um eftir ekki- hreyfieinkennum. nefnist það „non Motor Symptom Ques- tionnaire“ eða í daglegu tali „nMS-Quest“ (Chaudhuri o.fl., 2007; romenets o.fl., 2012). Þessi spurningalisti hefur verið þýddur á íslensku og er notaður að staðaldri bæði á reykjalundi og á taugalækningadeild Landspítalans. Spurt er um hvort ein- staklingur hafi fundið fyrir einu eða fleiri af 30 algengum ein- kennum sl. mánuð. Dæmi um ekki-hreyfieinkenni eru: • Taugasálfræðileg einkenni: Þunglyndi/depurð, kvíði, framtaksleysi, ofskynjanir, ranghugmyndir, óráð (stund- um vegna lyfjameðferðarinnar), vitræn skerðing, ofsa - hræðsla og einbeitingarskerðing. • Svefntruflanir og þreyta: Truflaður draumsvefn þar sem mikið er um hreyfingar með draumförum (e. REM be- havior disorder), óhóflega mikil dagsyfja, „skyndisvefn“ (e. sleep attacks), fótaóeirð, erfiðleikar með að festa og halda svefni, breyting á öndunarmynstri í svefni og svefnganga. • Einkenni frá skynfærum: Skert lyktarskyn, sjóntruflanir (erfiðleikar við samstillingu sjónar sem oft leiðir til tvísýni), óskýr sjón, blikkar augum sjaldnar og augn - þurrkur. Verkjaskynjun er talin meiri í PV ásamt því að dópamínskorti fylgir oft seyðingsverkur í líkamanum. Slíkum verkjum hafa parkinsonssjúklingar lýst sem tann pínuverk. • Truflanir á sjálfvirka taugakerfinu: Ofvirkni þvag blöðru, sem veldur tíðum þvaglátum, kynlífserfiðleikar, mikil svitaköst og réttstöðublóðþrýstingsfall. • Einkenni frá meltingarfærum: Munnvatnsleki, kyng- ingarerfiðleikar, minnkað bragðskyn, hægðatregða vegna hægingar á þarmahreyfingum, ógleði, uppköst, bakflæði og hægðaleki. • Truflanir á hegðun af völdum lyfja við PV: Ofskynjanir, geðrof, ranghugmyndir og hvatvísi (s.s. spilafíkn, kaup- fíkn, kynlífsfíkn og ofát). • Önnur einkenni: Þyngdartap og þyngdaraukning (getur tengst hvatvísi). (Chaudhuri o.fl., 2011; jankovic, 2008). Meðaltalsfjöldi ekki-hreyfieinkenna er 8–13 á einum og sama tímapunkti. Þar af leiðandi valda þau oft töluverðri heilsufars- skerðingu sem takmarkar líkamlega, félagslega og sálræna vellíðan (Lee o.fl., 2015). Þau einkenni, sem virðast trufla hvað mest, eru þunglyndi, kvíði, vitræn skerðing, svefnvandamál og verkir (Lee o.fl., 2015; Poewe o.fl., 2017; rosqvist o.fl., 2017). Einkennin magna oft hvert annað upp. Sem dæmi má nefna að svefnröskun og þreyta hefur mikil áhrif á einstaklinginn. Sam- band er á milli hæfilegs svefns og sálfræðilegrar vellíðunar. Þess vegna getur svefnvandi, sem stendur í langan tíma, leitt til þunglyndis (Lee o.fl., 2015; nicoletti o.fl., 2017). Á þann hátt getur auðveldlega myndast vítahringur í samspili einkenna. Eðli, umfang og áhrif ekki-hreyfieinkenna felur í sér flókið samspil þátta. Mælt er með því að meðhöndla þessi einkenni með almennum ráðum áður en farið er að huga að lyfjameðferð við þeim (garlovsky o.fl., 2016; niCE, 2017). hjúkrunar fræð - ingar gegna mikilvægu hlutverki í því að bera kennsl á ein- kennin og að greina einstaklingsbundin áhrif þeirra, enn fremur við að veita fræðslu og stuðning þannig að einstaklingar með PV ráði sem best við einkennin (Lennaerts o.fl., 2017). Tíðni, alvarleiki og ástæður þunglyndis í parkinsonsveiki allt að 90% parkinsonssjúklinga finna fyrir þunglyndi einhvern tímann í sjúkdómsferlinu og um 35–50% eru talin þunglynd á hverjum tíma (Poewe o.fl., 2017; Wee o.fl., 2016). Einstaklingar með PV eru oftast með vægt til miðlungsalvarlegt þunglyndi (niCE, 2017) en hjá allt að 17% þeirra sem eru þunglyndir koma fram alvarlegri einkenni (reijnders o.fl., 2008). grunnástæður þunglyndis í PV eru ekki þekktar að fullu en rannsóknir benda til þess að ójafnvægi á taugaboðefnum spili þar inn í. Það verður ekki einungis skortur á dópamíni í PV heldur einnig serótóníni og noradrenalíni. Öll þessi tauga - boðefni hafa tengsl við þunglyndi og kvíða bæði hjá þeim sem eru með PV og þeim sem ekki hafa PV. Sálfræðilegir þættir og fötlun, eins og að greinast með PV, og að finna fyrir versnandi hreyfigetu skipta máli en eru ekki einu forsendur þunglyndis í PV (Torbey o.fl., 2015; Wu o.fl., 2017). þunglyndi og parkinsonsveiki tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.