Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 5
hjúkrunarfræðinga var helgað karlmönnum í hjúkrun og nú höfum við opnað Facebook­síðu undir heitinu Karlmenn hjúkra í þeim tilgangi að kynna karlmenn í stéttinni. Ég hvet ykkur til að fylgjast með síðunni og dreifa boðskapnum. Þrátt fyrir að sumarið sé komið og tími kominn á að setja ýmis baráttumál til hliðar get ég ekki annað en minnst á nýtt frumvarp til laga um sjúkratryggingar. Félagið hefur þegar skilað umsögn um frumvarpið og má lesa nánar um þetta mál á vef félagsins. Þar kemur fram að eitt af markmiðunum með breytingu á greiðsluþátttöku sjúklinga er að taka upp þjónustustýringu í kerfinu. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaðurinn og teljum við að þetta skapi ákveðna hættu fyrir sjúklinga. Heilsugæsla höfuðborgar­ svæðisins ræður ekki við þá þjónustu sem hún á að veita. Ástæðan er skortur á fjármagni og skortur á starfsfólki. Þá hefur ekki farið fram umræða eða verið tekin ákvörðun um hver á að sinna hverju innan heilsugæslunnar. Við vitum að menntun og reynslu hjúkrun­ arfræðinga er hægt að nýta betur sé skjólstæðingurinn hafður að leiðarljósi en það er alltaf okkar markmið. Með útvíkkun starfssviðs hjúkrunarfræðinga, byggða á menntun og reynslu, væri hægt að bæta þjónustuna, gera hana skilvirkari og ódýrari. Og þetta á ekki bara við í heilsugæslunni heldur einnig í öðrum sérgreinum hjúkrunar, svo sem öldrunarhjúkrun og geðhjúkrun. Í dag starfa nú þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar í heilbrigðiskerfinu samkvæmt útvíkkuðu starfs­ sviði á einn eða annan hátt, leynt og ljóst. Í ljósi þess hvar íslenska heilbrigðiskerfið er statt er löngu kominn tími til að þjónustan í heild sinni sé endurskoðuð út frá þörfum skjólstæðingsins og betri nýtingu á vinnuframlagi hjúkrunarfræðinga, m.a. með útvíkkuðu starfssviði þeirra. Kæru hjúkrunarfræðingar. Ég vona að þið njótið sumarmánaðanna með vinum og vandamönnum og komið endurnærð til starfa á ný að loknu sumarleyfi. Gleðilegt sumar. Formannspistill02/02 „Eins og sjá má er af nógu að taka í starfsemi félagsins og hlakka ég til starfsins. Ég vil hvetja ykkur til að vera vakandi yfir heimasíðu félagsins og fylgjast jafnframt með félaginu á Facebook.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.