Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 18
Félagið02/03 styrkir úr B­hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru afhentir styrkþegum við hátíðlega athöfn á alþjóðadegi hjúkrun­ arfræðinga, þann 12. maí. Stefna FÍH er að stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun. Ein leið til þess er að veita hjúkrunarfræðingum styrki til rannsókna og fræðiskrifa úr vísindasjóði félagsins. Sjóðurinn styrkti að þessu sinni 17 vísindarannsóknir hjúkrunarfræðinga að upphæð tæpum 10 milljónum króna. Styrktar voru ellefu meistararannsóknir, fjórar vísindarannsóknir, ein doktorsrannsókn og ein bókarskrif. Eydís K. Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnar vísindasjóðs FÍH, afhenti styrkina. Í ávarpi sínu lagði hún áherslu á mikilvægi rannsókna fyrir þekkingarþróun í hjúkrun og mikilvægi vísindasjóðs í því sambandi. Styrkupphæðir að þessu sinni voru frá 300 þúsund krónum í rúmlega 1,2 milljónir. Hæsta styrkinn hlaut Hrund Sch. Thorsteinsson fyrir rannsókn sína Gagnrýnin hugsun: Þýðing, forprófun og fyrirlögn California Critical Thinking Disposition Inventory sem hún kynnti við afhendinguna. Fyrirhugað er að leggja mælitækið fyrir nemendur í hjúkrunar­ fræði en með því er hægt að fylgjast með hvernig hneigð til gagnrýninnar hugsunar þróast meðan á námi stendur sem og að meta hvernig hneigð til gagnrýninnar hugsunar þróast og þjálfast á fyrstu árunum í starfi. Að sögn Hrundar er þannig hægt að fylgjast með þróun gagnrýninnar hugsunar í gegnum námið sem og að bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Mælitækið er ekki sértækt og geta því aðrar fagstéttir nýtt sér það þegar verkefninu er lokið, en það metur hneigð til gagnrýninnar hugsunar á eftirfarandi sviðum: sannleiksleit, víðsýni, ályktunarhæfni, samkvæmni, áhugi/forvitni, sjálfstraust og þroski. Hæsta styrkinn hlaut Hrund Sch. Thorsteinsson fyrir rannsókn sína Gagnrýnin hugsun: Þýðing, forprófun og fyrirlögn California Critical Thinking Disposition Inventory sem hún kynnti við afhendinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.