Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 21
Fólkið02/08 Það var metnaðarfull og áhugaverð dagskrá á opnu húsi á Reykjalundi í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga þann 12. maí síðastliðinn. Þar var boðið upp á fjölbreytt erindi: diskó, núvitund, öndum léttar, rússíbana, orkubita, offitu og osta, kynlíf og konfekt, fjarmeðferð auk góðra gullmola úr sögu hjúkrunar á Reykjalundi svo fátt eitt sé nefnt. Dagskráin var hárfín blanda af fræðslu og kátínu sem er einkennandi fyrir starfsemi Reykjalundar. Markmiðið með dagskránni var kynna fjölbreytt starf hjúkr­ unarfræðinga á Reykjalundi. „Við lögðum upp með að sýna hvað hjúkrunarfræðingar eru vinna fjölbreytt starf hér á Reykjalundi segja þær Guðrún Agnes Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennari á verkjasviði, og Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á geðheilsusviði. Á Reykjalundi eru níu sérsvið og til undirbúnings að dagskránni fengu þær til liðs við sig tengil frá öllum sviðum, ásamt Láru M. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, og Jónínu Sigurgeirsdóttur gæðastjóra. Hvert og eitt svið var með innlegg til að endurspegla hið yfirgripsmikla starf sem hjúkrunarfræðingar vinna á Reykjalundi, og ekki síst að varpa ljósi á hvað hjúkrunarþáttur­ inn er mikilvægur í endurhæfingu. Það var fjöldi gesta sem lagði leið sína í Reykjalund þennan dag og um 100 manns skrifuðu nafn sitt í gestabók staðar­ ins. „Það er mikil saga innan þessara veggja og gaman að opna húsið fyrir gestum á fæðingardegi Florence Nightingale,“ segja þær jafn­ framt. Starfsemin á Reykjalundi einkennist af teymisvinnu en ásamt hjúkrunarfræðingum þá starfa þar læknar, sjúkraliðar, félagsráðgjafar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, iðjuþjálfar og ritarar. Það var Linda Hrönn Einarsdóttir á hjartasviði sem reið á vaðið í morgunsárið með diskói þar sem leiðbeint var hvernig fólk á að Það var fjöldi gesta sem lagði leið sína í Reykjalund þennan dag og um 100 manns skrifuðu nafn sitt í gestabók staðarins. „Það er mikil saga innan þessara veggja og gaman að opna húsið fyrir gestum á fæðingardegi Florence Nightingale.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.