Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25
Fólkið06/08 Um árabil hafa hjartasjúklingar og lungnasjúklingar, ásamt fleiri sjúklingahópum, sótt endurhæfingu á Reykjalund. Um 1970 kostaði Geðvernd hluta byggingarframkvæmda á Reykjalundi og síðan hafa sjúklingar með geðræn vandamál átt aðgang að endurhæfingu þar. Vegna aukins framboðs á þjálfun og markvissri skipulagningu endurhæfingarinnar fjölgaði vistmönnum til muna og dvalartími sjúklinga styttist. Fyrrverandi hjúkrunarstjóri hjartasviðs, María Guðmundsdóttir, sagði Reykjalund hafa verið allt annað samfélag en hún átti að venjast þegar hún hóf þar störf í september 1969, einn af fyrstu starfsmönnum Reykjalundar. Á þeim tíma var mikið um berkla­ sjúklinga: „Hér þekktu allir alla og maður vissi allt um alla og það gat stundum verið svolítið óþægilegt,“ segir María. Á þessum tíma voru reykingar leyfðar. „Það var alls staðar reykt og manni var boðið upp á kaffi, sígarettu og sérríglas í húsi vistmanna. Meira að segja kveikti einn sjúklingurinn í sænginni sinni,“ rifjaði hún upp. María hafði frá mörgu skemmtilegu að segja enda að baki 30 ára starf á Reykjalundi. „Ef maður sér ekki það fyndna í störfum okkar þá lifum við ekki af,“ var eitt það fyrsta sem sagt var við Grétu Aðalsteinsdóttur, fyrrver­ andi framkvæmdastjóri hjúkrunar, þegar hún hóf störf á Reykjalundi. Að því sögðu rifjaði upp hún gráglettna sólarlandaferð sem starfsfólk Reykjalundar fór með vistmönnum. Þetta var á þeim tíma sem sólarlandaferðir voru að byrja og þeim þótti tilvalið að fara í eina slíka ferð og sóttu því um styrk til ferðarinnar. Styrkurinn var veittur og alls fóru 40 manna hópur en af þeim voru fimm starfsmenn, en skjólstæðingar SÍBS voru einnig með í för. Það gekk á ýmsu í ferðinni. Strax í rútunni leist henni ekkert á blikuna þegar einn vistmaðurinn mætti í stígvélum í rútuna. Og viti menn, þegar flugvélin lenti í Malaga var rigning og vistmaðurinn alsæll, enda betur skóaður en aðrir í hópnum. Gréta rifjaði upp sögur úr ferðinni, m.a. þegar einn „Ef maður sér ekki það fyndna í störfum okkar þá lifum við ekki af,“ var eitt það fyrsta sem sagt var við Grétu Aðalsteinsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjúkrunar, þegar hún hóf störf á Reykjalundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.