Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 26
Fólkið07/08 vistmaðurinn missti tanngarðinn ofan af svölunum og hann lenti í blómagarði. Einn vistmaðurinn hvarf og kom í leitirnar rúmum sól­ arhring síðar, og annar bað um portkonu. Hún sagði þessa ferð hafa verið mjög eftirminnilega, enda gekk á ýmsu. „Ég lærði svo sannar­ lega að smala köttum eftir þessa ferð.“ Þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið skiluðu allir sér heilir heim, og fjölmargar ferðir voru farnar í kjölfarið. Síðasti gullmolinn í sögu hjúkrunar kom úr smiðju Láru M. Sigurðardóttur, núverandi framkvæmdastjóra hjúkrunar. Líkt og aðrir forverar hennar á hún að baki háan starfsaldur á Reykjalundi, eða 33 ár. Lára sagði Reykjalund vera einstakan stað – heilan heim út af fyrir sig. Þrátt fyrir að margir lifi í skugga veikinda hafa margir vistmenn kynnst ástinni sinni á Reykjalundi og verið stofnað til fjölda hjónabanda á staðnum. Fjarmeðferð í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ Í kjölfar orkubitanna frá Nínu Kolbrúnu Guðmundsdóttur, hjúkrun­ arfræðings á gigtarsviði, kynnti Guðrún Agnes Einarsdóttir, skólastjóri verkefnisins, fjarmeðferð. En hún er eitt af þeim meðferðarformum hjá verkjateymi Reykjalundar og er í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Fjarmeðferðin hófst árið 2009 og er fyrir þá sem eru á biðlista hjá Reykjalundi. Meðferðin hefur gefist mjög vel þar sem einstaklingar geta verið í verkjameðferð án þess að þurfa að leggjast inn og samhliða því að vera í vinnu eða námi að sögn Guðrúnar Agnesar. Eins og nafnið gefur til kynna þá fer fræðslan, sem stendur yfir þriggja mánaða skeið, fram í gegnum netið. Í hverri viku er send­ ur út fræðslupakki og skila þarf inn verkefnum, t.d. hreyfidagbók, matardagbók og fleira. Þess fyrir utan er kennt í þremur staðarlotum, tvo daga í einu og þá kemur einstaklingurinn á Reykjalund. Í staðar­ lotunum er bæði fræðileg og verkleg kennsla. Þeir einstaklingar sem búa úti á landi geta fengið gistingu á Reykjalundi í staðarlotum. „Við erum afar stolt af þessu samstarfsverkefni og teljum tvímælalaust að þetta meðferðarform sé komið til að vera. Fjarmeðferðin hefur gefið einstaklingunum aukið sjálfstraust og nokkrir hafa farið í frekara nám í kjölfarið. Ávinningurinn er óumdeildur, svo ekki sé minnst á fjárhagslegan ávinning, sem er umtalsverður,“ segir Guðrún Agnes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.