Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 27
Fólkið08/08 Kynlíf og konfekt Dagskráin var hvergi nærri tæmd og í kjölfarið á fjarmeðferð buðu þær Olga Björk Guðmundsdóttir og Bryndís Lýðsdóttir hjá offitusviði gestum upp á blöndu af offitu og ostum. Í kjölfarið kom Sigurlaug Arngrímsdóttir fyrir hönd Svövu Guðmundsdóttur hjá taugasviði með erindið: Þegar öllu er á botninn hvolft. En dagurinn var ekki allur, heldur var að sjálfsögðu geymt það besta þar til í lokin sem var kynlíf og konfekt. Guðrún Agnes Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á verkjasviði, segir mikilvægt að halda úti fræðslu um kynlíf meðal skjólstæðinga Reykjalundar, en þau hafa haldið úti fræðslu um kynlíf og verki undanfarin fimm ár. „Í upphafi hvers fyrirlestrar spyr ég hvort viðstaddir hafi einhvern tíma fengið fræðslu um kynlíf í veikindaferli þeirra og hef eingöngu einu sinni fengið játandi svar. Það þykir mér sorglegt því að kynlíf er jafn sjálfsagt og að borða og sofa. Fólk er mjög ánægt að það sé talað um þetta í veikindaferli sínu,“ segir Guðrún. Kynlífið er verkjastillandi, það styrkir sjálfs­ myndina og eykur vellíðan svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Guðrúnar geta komið upp ýmis vandamál í kynlífi einstaklinga sem eru með langvinna verki, til að mynda hræðsla við að finna til og fyrir vikið forðast einstaklingar kynlíf. „Stundum getur forðunarhegðunin orðið svo sterk að einstaklingurinn fer að forðast alla líkamlega snertingu af ótta við að léttur koss geti hrundið af stað kynlífsathöfnum sem myndu leiða til verkjakasts,“ segir Guðrún. Fyrir vikið getur sjálfs­ traustið beðið hnekki þegar einstaklingurinn getur ekki stundað kynlíf og viðkomandi hættir að líta á sig sem kynveru. Aukaverkanir af lyfjum geta einnig minnkað kynhvöt og því mikilvægt að skjól­ stæðingar fái fræðslu um aukaverkanir lyfja. „Það að vera alltaf með verki er þreytandi til lengdar og þreytt fólk finnur fyrir minni kynlöngun. En kynlíf getur minnkað streitu og létt á verkjum, og verkir gera mann ekki kynlausan. Vandamálin eru ekki kynbundin en við þurfum að tala saman því að kynlífið byrjar ekki í kynfærunum, heldur í höfðinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.