Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 37
Fagið02/05 heilbrigðisþjónustu sem hefur í för með sér bætt aðgengi sjúklinga að þjónustu. Þingsályktun um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigð­ isþjónustu var samþykkt í fyrrasumar að sögn Helgu Bragadóttur, dósents í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Fjarheilbrigðisþjónusta felur í sér notkun tæknilausna og upp­ lýsingatækni til að miðla heilbrigðisupplýsingum til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna með það að markmiði að bæta almenna heilbrigð­ isþjónustu. Aðgengi að þjónustu og þekkingu verður þannig óháð staðsetningu viðkomandi. Samkvæmt niðurstöðu símakönnunar á eðli og umfangi fjarhjúkrunar um síma Landspítala meðal hjúkrunardeildarstjóra og klínískra sérfræðinga í hjúkrun, sem framkvæmd var árið 2010, veitti þriðjungur aðspurðra fjarhjúkrun í gegnum síma. Helst er hún veitt í formi eftirfylgdar, nokkuð er um ráðgjöf og að lokum er veittur stuðningur og fræðsla. Helga segir símann vera vannýtt tæki í fjarheilbrigðisþjónustu. Aukin lífsgæði með fjarheilbrigðisþjónustu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild hjartabilunar, kynnti svokallað hjartabilunarverkefni sem hófst 2009. Verkefnið er samvinnuverkefni heimaþjónustu höfuðborgarsvæðis­ ins, Landspítala og Háskóla Íslands, og felst í að færa þjónustuna heim til ört stækkandi hóps einstaklinga með hjartabilun 67 ára og eldri. Markmiðið er að auka lífsgæði fólks og fækka innlögnum en þjónustan fer fram í gegnum síma. Góð skráning er þannig lykilatriði í þjónustunni. Veitt var ráðgjöf til 425 einstaklinga árið 2015 en sam­ tals voru símtölin 1472 talsins. Flestar ráðleggingarnar voru um lyf og breytingar á lyfjum. Að sögn Guðbjargar er gífurlegur sparnaður með þessari þjónustu, auk þess að auka lífsgæði skjólstæðinga þeirra. Fjarheilbrigðisþjónusta felur í sér notkun tæknilausna og upplýs- ingatækni til að miðla heilbrigð- isupplýsingum til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna með það að markmiði að bæta almenna heilbrigðisþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.