Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 39
Fagið04/05 á staðnum vegna leyfis var engin bráðavakt á staðnum. Ef slys urðu eftir klukkan fjögur eða bráðatilfelli, þurfti að bíða eftir aðstoð frá næsta héraði, sem er í 70­130 kílómetra fjarlægð, allt eftir því hvar viðkomandi er búsettur í héraðinu. Nú er hálf læknisstaða og heil staða hjúkrunarfræðings ásamt ritara. Þegar læknir er ekki á vakt geta starfsmenn haft samband við lækninn í gegnum síma eða spjaldtölvu. Hollvinasamtök heilsugæslunnar Leitað var nýrra leiða til að bæta þjónustuna og auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu og sérfræðiþjónustu og útkoman var fjarheilbrigð­ istækið Agnes en nafnið kemur frá móður hönnuðarins. Stofnuð voru hollvinasamtök við heilsugæsluna og hugmyndin kynnt fyrir íbúum því tæki sem þetta er dýrt. Á 16 mánaða tímabili söfnuðust ríflega 13 milljónir sem samsvarar 4 milljörðum miðað við höfðatölu í Reykjavík. Fjarheilbrigðistækið Agnes samanstendur af stafrænni kvikmyndavél, lífsmarkamæli, eyrna­, háls­ og augnskoðunar­ tæki, hjartalínuriti, öndunarmæli, húðmyndavél, rafrænni hlustun­ arpípu, tveim skjáum, lyklaborði og mús. Ákveðið tölvuforrit tengir þessi tæki saman. Það er nokkurs konar sjúkraskrá þannig að öll gögnin fara inn í þessa skrá. Ráðgefandinn fær sendan þráð í tölvupósti og hann skráir sig síðan inn og getur annaðhvort séð ljósmyndir eða horft á kvikmyndaupptöku. Auðbjörg sagði að notkun tækisins hefði það fram yfir myndsímtöl að heilbrigðisstarfsmaðurinn hefði aðgang að sjúkraskrá. Jafnvel sé hægt að framkvæma ýmsar rannsóknir með Agnesi sem annars þyrfti að gera á sjúkrahúsi eða hjá sérfræðingi fjarri heimabyggð. Framtíðarsýnin er að jafna aðgengi landsbyggðarinnar að Framtíðarsýnin er að jafna aðgengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu, auð- velda og auka samskipti starfsfólks innan stofnunar og á milli stofnana, einkum á landsbyggðinni. „Það er mikil ánægja með þjónustuna, en þetta hefði aldrei verið hægt nema fyrir tilstilli íbúa,“ segir Auðbjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.