Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 49
Fagið05/07 sérfræðimenntun, sálfræðinga, félagsráðgjafa og lækni. Áður en skjólstæðingur mætir í fyrsta tímann þarf hann að fylla út upplýsinga­ blað, svonefnt sjálfsumönnunarblað, þar sem hann gefur nákvæmar lýsingar á ástandi sínu, kemur með tillögur að sjálfshjálp og hvernig hann sjálfur ætlar að vinna í að draga úr einkennum sjúkdómsins með aðstoð teymisins. Fagaðilarnir og skjólstæðingurinn vinna svo saman að því að ná markmiðum hans. Upplýsingarnar á blaðinu gefa til kynna hvar skjólstæðingurinn er staddur, hver fræðsluþörfin er og hvaða aðstoð hann þarf til að ná markmiðum sínum. Hér á eftir er farið yfir hvernig upplýsingablaðið er sett upp og á hverju það byggist. Til þess að auka enn frekar sjálfsumönnun skjólstæðing­ anna er herbergi á heilsugæslunni, eða svokallað heilsuafdrep. Skjólstæðingarnir geta notað það herbergi að vild. Herbergið er með aðgengi að alls kyns leiðbeiningum um heilbrigði og sjúkdóma, tölvu með internetaðgangi og blóðþrýstingsmæli. Alla miðvikudags­ morgna hittir sjúklingurinn fagaðila, t.d. frá félagsþjónustunni eða heilsugæslunni, eða þá einhver sem vill deila reynslu sinni af að lifa með tiltekinn sjúkdóm, og þá gefst sjúklingnum tækifæri á að spyrja og ræða um eigin reynslu. Einnig getur fólk komið á dagvinnutíma og fengið sér kaffi og spjallað við aðra og þetta dregur m.a. úr félagslegri einangrun. Sumir koma við eftir að hafa fengið þjónustu á heilsugæsl­ unni og fá sér kaffi og leita sér upplýsinga eða ræða við aðra í sömu erindagjörðum. Upplýsingablað um sjálfsumönnun Skjólstæðingurinn fyllir út blaðið áður en hann hittir hjúkrunarfræðinginn sem heldur utan um þverfaglega starfið fyrir fólk með langvinna sjúkdóma. Upplýsingablaðið er fjórar blaðsíður: forsíða og þrjár mismunandi áherslur í upplýsingasöfnun. forsíða Upplýsingar um hvenær viðkomandi á tíma hjá hjúkrunarfræðingnum og lækni eða öðrum fagaðila. Upplýsingar um hvað sjálfsumönnun gengur út á og samþykki fyrir því að viðkomandi taki þátt í að efla sjálfsumönnun. Skjólstæðingurinn skrifar undir og samþykkir að hann ætli að efla heilbrigði sitt og vinna sjálfur að markmiðum sínum til að halda sjúkdómseinkennum niðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.