Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 55
Fólkið04/04 sambærilegum rannsóknarhópi. Rannsókn 4 var framvirk ferilrann­ sókn á áhrifum viðhorfa kvenna til fæðinga á útkomu fæðinga. Þeir þættir, sem skilgreina sjálfræði kvenna um val á fæðingarstað, eru upplýsing, hæfi og frelsi. Hríðaörvun með lyfjum, mænurótardeyfing og miklar blæðingar (≥500 ml) voru marktækt minni í fyrirframákveðnum heimafæðing­ um en sjúkrahúsfæðingum. Útkoma fyrirfram ákveðinna heimafæðinga var marktækt verri ef frábendingar voru til staðar. Áhrif frábendinga voru mark­ tækt neikvæðari í fyrirframákveðnum heimafæðingum en í sjúkrahúsfæðingum. Viðhorf kvenna til fæðinga og inngripa hafði áhrif á sambandið milli viðhorfa þeirra til heimafæðinga og útkomu fæðinganna. Sú þekking, sem birtist í þessari rannsókn, mun auðvelda upplýst val kvenna á fæðingarstað á Íslandi. Leiðbeinandi Berglindar í verkefninu var dr. Herdís Sveinsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Auk hennar sátu í doktorsnefndinni dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, dr. Alexander Kr. Smárason, prófessor við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri, og dr. Ingegerd Hildingsson, prófessor við Háskólann í Uppsölum. Andmælendur í vörninni voru dr. Ank de Jonge, dósent við Vrije Universiteit Amsterdam, og dr. Helga Zoéga, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Dr. Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnaði athöfninni sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands. Berglind hefur starfað sem ljósmóðir við meðgönguvernd og fæðingarfræðslu á heilsugæslustöðvum Lágmúla, Hlíðasvæðis og Efstaleitis, við fæðingarþjónustu á Landspítala og Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sem sjálfstætt starfandi ljósmóðir við heimaþjónustu í sængurlegu. Markmið rannsóknar- innar var að skoða sjálfræði kvenna um val á fæðingarstað, bera saman árangur fyrirframákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi og meta áhrif frábendinga og viðhorfa kvenna á útkomu fæðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.