Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 5
stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára. Meginmarkmið stefnunnar er aukin vellíðan og betri geðheilsa landsmanna og virkari samfélagsþátttaka einstaklinga, sem glíma við geðröskun í skemmri eða lengri tíma, óháð búsetu þeirra. Ánægjulegt, og jafnframt athyglisvert, er að samhljómur er í áhersluatriðum þessarar nýju stefnu í geðheilbrigðismálum við stefnu fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga. Þar segir meðal annars að „... geðhjúkrun byggist að miklu leyti á samstarfi og samvinnu við aðrar heilbrigð- isstéttir til að tryggja samfellda og samhæfða umönnun og eftirmeðferð ...“ Aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismál- um var kynnt af velferðarráðuneytinu á málþinginu og kom fram í erindi mínu þar að nauðsynlegt er fyrir framþróun íslenskra heilbrigðismála að rödd hjúkrunarfræðinga heyrist skýrt og greinilega og á hana sé hlustað. Hjúkrunarfræðingar hafa góða þekk- ingu á málefninu og nú þarf að leggja áherslu á að þeir hafi áhrif og komist að borðinu þar sem ákvarðanirnar eru teknar til að greiða frekar götu þeirra sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Ljóst er að fleiri hjúkrunarfræðinga þarf til starfa í heilbrigðiskerf- inu. Kjarasvið Fíh vinnur nú að gerð nýrrar skýrslu um hvernig stöður hjúkrunarfræðinga eru mannaðar á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Sú skýrsla mun nýtast í baráttu fyrir breytingum á vinnuumhverfi, launakjörum og betri nýtingu á þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í starfi. Það er greinilegt að nokkur órói er hjá hjúkrunarfræðingum vegna kjaramála. Úrskurður gerðardóms um laun hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera gildir til 2019 og því takmarkað svigrúm til launahækkana nema vegna bókunar 3 (sjá nánar í grein Gunnars Helgasonar, sviðsstjóra kjarasviðs í þessu tölublaði). Enn þá er ríkj- andi óútskýrður launamunur á hjúkrunarfræðingum og stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð sem erfitt er að skýra nema verið sé að borga konum lægri laun en körlum hjá hinu opinbera. Í haust sleit „Enn þá er ríkjandi óútskýrður launamunur á hjúkrunarfræðingum og stéttum með sam- bærilega menntun og ábyrgð sem erfitt er að skýra nema verið sé að borga konum lægri laun en körlum hjá hinu opinbera.“ Formannspistill03/04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.