Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 20
Fólkið18/19 Þeir félagar eru einhuga um að það skapi jafnvægi að hafa bæði kynin í hjúkrunarstörfum. Því sé styrkur að fjölga karlmönnum í hjúkrun og það vantar fyrirmyndir í stéttinni. Rudolf segir kvik- myndina „Meet the parents“ ekki hafa hjálpað þar sem tengdafaðir Ben Stiller þótti ótækt að tengdasonur hans væri karlkynshjúkrunarfræðingur! Þarna er verið að spyrða saman um- önnun og kvenleg gildi og það leiðir til þess að fólk veltir fyrir sér kynhneigð hjúkrunarfræðinga. Þá er einnig talið karlmannlegra innan hjúkrunarfræðinnar að fara til dæmis í geðhjúkrun, gjör- gæslu-, slysa- eða bráðahjúkrun og svæfingar. Helgi segir ungt fólk hérlendis ekki skera sig úr hópi jafnaldranna þegar kemur að svarfsvali. „Við erum bara svo fáir,“ segja þeir. Þeir félagar minnast þess þó aldrei að hafa lent í neinum leiðindum eða fordómum vegna náms- og starfsvals þeirra nema fyrir utan góðlátlegt grín. Helgi segist þannig hafa verið þekktur undir nafninu „Helgi hjúkka“ meðal félaga sinna í fótboltanum á yngri árum. „Þetta var vígi karlmennskunnar,“ segir hann og hlær og Rudolf bætir við: „Maður þarf bara að vera með sjálfan sig á hreinu. Ef ekki þá getur maður stefnt í blindgötu sem erfitt er að komast út úr. Ég ákvað fyrir mörgum árum að láta verkin tala og vera metinn út frá þeim.“ Sökum þess hve fáir karlmenn hafa lagt fyrir sig hjúkrun, og þeir félagar eru með þeim fyrstu hér á landi, ætti því ekki að koma neinum á óvart að þeir séu brautryðjendur meðal karlmanna á sínu fagsviði innan hjúkrunar. Helgi er þannig fyrsti karlmaðurinn sem menntaði sig í gjörgæsluhjúkrun, en upphaflega ætlaði hann sér í heilsugæsluhjúkrun en á þeim tíma voru fáir karlmenn á því sviði. Hann hafði sótt um í heilsugæsluhjúkrun í Noregi en var hafnað. „Ég tel að mér hafi verið hafnað vegna kynferðis en engum íslenskum hjúkrunarfræðingi hafði verið hafnað til þessa.“ Helgi fór þá í gjör- gæslunám sem er gerólíkt því sem hann hafði upphaflega ætlað sér. „Við höfnunina kom nýtt tækifæri. Svona var tíðarandinn og ekkert við því að gera,“ segir hann. „Þarna er verið að spyrða saman um- önnun og kvenleg gildi og það leiðir til þess að fólk veltir fyrir sér kynhneigð hjúkrunarfræðinga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.