Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 21
Fólkið19/19 Styrkur að því að eiga hvor annan að Þrátt fyrir að hafa unnið fulla vinnu í 40 ár eru þeir ekkert á þeim buxunum að hætta. En meðal forvera þeirra í hópi karlmanna í hjúkr- un er Jóhann Marínósson og hann vinnur enn við fagið en mun hætta næsta vor. Þeir segjast hafa haft mikinn styrk hver af öðrum og leitað hver til annars alla tíð þrátt fyrir að hafa valið sér ólíkan vettvang innan hjúkrunarfræðinnar. „Það hefur gefið mér mjög mikið í lífinu að vera hjúkrunarfræðingur,“ segir Helgi og bætir við: „Sama hvað ég hef unnið við í hjúkrun þá líkar mér alls staðar vegna þess að ég hef áhuga á viðfangsefninu.“ Hann á að baki fjölbreytta starfsreynslu bæði innanlands og utan, framan af við gjörgæslu en frá árinu 1993 hefur hann unnið í Heimahlynningu Landspítalans við hjúkrun krabbameinssjúklinga í líknandi meðferð. Rudolf hefur aftur á móti unnið við áfallahjálp á slysadeild í ríflega 20 ár og veitir áfallahjálp, m.a. eftir að fólk kemur að sjálfsvígi og í kjölfar erfiðra slysa, en hann menntaði sig í geðhjúkrun í Noregi. „Mér þykir einfaldlega svo gaman í vinnunni að ég hef ekki tekið afstöðu hvort ég hætti samkvæmt 95 ára reglunni. Ég hef mikið frelsi í minni vinnu og fyrir vikið er ég mjög húsbóndahollur, en ég hef á tilfinningunni að húsbóndahollustan sé því miður á miklu undanhaldi.“ Þeir eiga það sameiginlegt að líf þeirra og starfsævi hefur einkennst af því að vera í krefjandi og skemmtilegri vinnu þar sem þeir hafa átt kost á að sýna hvað í þeim býr. Eitt eru þeir félagar sammála um og það er mikilvægi þess að eiga líf fyrir utan vinnuna til þess að viðhalda fullri starfsorku. „Ég hef bara svo gaman af því að vinna með fólki og vinna að lausnum enda mikill lausnamaður. Svo ég hef eignast frábærar vinkonur og er í tveimur saumaklúbbum,“ segir Helgi kankvís. Rudolf segist taka undir með honum, „nema saumaklúbbinn,“ og hlær. „Maður verður að hafa gaman af þessu og einlægan áhuga á fólki og hvernig hægt er að hjálpa því og öðlast traust fólks sem er forsenda þess að geta lagt fólki lið. Við erum báðir eins og kartaflan – hvort sem hún er soðin, bökuð eða steikt – við erum gjaldgengir með öllum mat.“ „Svo ég hef eignast frábærar vinkonur og er í tveimur sauma- klúbbum,“ segir Helgi kankvís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.