Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 25
fólkið04/07 samskiptin í hjúkrun sem heilluðu og hjúkrun í Háskólanum, enginn vissi hvernig það nám yrði og útkoman úr því.“ En hvað réð því að Nanna fór í hjúkrun, stúdínan frá Menntaskólanum í Reykjavík? „Ég er læknisbarn,“ svarar Nanna, „ólst upp á Akureyri þar sem pabbi minn var læknir. Hann var aldrei heima, alltaf í vinnunni, og ég hefði ekki getað hugsað mér svoleiðis vinnutíma. Hann var bæði með stofu og á vöktum og ég man eftir mér að brýna sprautunálar á stofunni hjá honum áður en allar nálar urðu einnota. Pabbi dó þegar ég var þrettán ára og við fluttum suður. Öll sumrin mín í menntaskólanum vann ég í svokölluðu hjúkrunarnemaplássi á Vífilsstöðum – hljómar gamaldags í dag. Þar var ég auðvitað hvött til að fara í hjúkrun en langaði í sjúkraþjálfun sem var ekki kennd á Íslandi á þeim tíma. Ég byrjaði því í líffræði eftir stúdentspróf, var að bíða eftir að sjúkraþjálfunin yrði kennd hér heima, en fór svo í hjúkrun.“ Í hópi níutíu og níu nemenda sem hófu nám 1973 Þær Þóra og Nanna eru sammála um að 99 manna hópurinn, sem byrjaði í Hjúkrunarskólanum haustið 1973, hafi verið frábær, en af þeim útskrifuðust 84 árið 1976. Þóru og Nönnu bauðst báðum kennsla við Hjúkrunarskólann að námi loknu, en leið Þóru lá þá til Danmerkur þangað sem hún elti kærastann. Þar vann hún svo í sjö ár og telur sig mjög heppna að hafa unnið þar á gigtardeild, en á þeim tíma voru miklar uppgötvanir gerðar á tengslum gigtar við ónæmiskerfið og áhugi hennar alltaf legið þar síðan, en Þóra er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Nanna tók hins vegar boðinu um kennslu, vann við hana í fullu starfi í nokkur ár en síðan lá leiðin á Landakot, slysadeildina og svo á innkaupadeildina við Tunguháls þaðan sem nánast allir hjúkrunarfræðingar þekkja hana. En við hvað er Nanna að fást núna eftir að hafa byrjað á lífeyri fyrir um fjórum árum? „Kennslan hefur alltaf heillað mig,“ segir Nanna og brosir, „ég byrjaði að kenna um leið og ég lauk Hjúkrunarskólanum, aflaði mér svo kennsluréttinda í Kennaraskólanum. Þegar ég hætti sem deildarstjóri innkaupadeildar „Ég ætla ekki að gera nokkurn skapaðan hlut við eftirlaun!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.