Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 30
Þankastrik09/11 Ég HóF störf á fíknigeðdeild Landspítalans í september 2007, tveim- ur árum fyrir útskrift. Valið var kannski óvenjulegt en mér fannst þessi vettvangur höfða til mín og að þarna myndi ég læra eitthvað sem ég myndi hvergi annars staðar læra. Mér fannst saga sjúkling- anna áhugaverð: Hvað varð til þess að viðkomandi fór þessa braut? Hverjar voru aðstæður hans/hennar? Hvernig var uppvöxturinn? Hvað hafði gengið á seinna í lífi hans/hennar? Ég velti oft fyrir mér einstaklingnum á bak við fíknina. Ég byrjaði með þá barnslegu hugsun að allir vildu og gætu orðið allsgáðir og lausnin væri bara að fara í meðferð og þá yrði allt gott. Ég áttaði mig svo hins vegar á því að fíknivandi er langvinnur vandi og að þetta væri kannski ekki svo einfalt heldur töluvert flóknara. Það var þá sem ég kynntist skaðaminnkandi hugmynda- fræði og fyrir hvað hún stendur, en skaðaminnkandi hugmyndafræði vísar til þess að minnka þann skaða sem hlýst af neyslu vímuefna. Kannski var einstaklingurinn ekki tilbúinn til að segja skilið við vímugjafann og fara í meðferð og bindindi ekki raunverulegur kostur eða lausn. Þrátt fyrir það er hægt að hjálpa þessum einstaklingum. Í raun fellur hugmyndafræði skaðaminnkunar vel að gildum hjúkrunar. Hún snýst um að ná tengslum við einstaklinginn og að mæta honum þar sem hann er staddur og á hans forsendum. Skaðaminnkandi hugmyndafræði veitir hjúkrunarfræðingum fjölda- mörg ný tækifæri til að velta fyrir sér hvernig hægt er að bæta líðan og heilsu án þess að viðkomandi þurfi endilega að vera allsgáður og án vímuefna. Skaðaminnkandi íhlutun getur verið fræðsla um mikil- vægi þess að samnýta ekki sprautubúnað til þess að draga úr líkum á HIV og lifrarbólgu C smiti og jafnframt fylgjast með húðsýkingum og andlegri líðan. Skaðaminnkandi hugmynda- fræði veitir hjúkrunarfræðing- um fjöldamörg ný tækifæri til að velta fyrir sér hvernig hægt er að bæta líðan og heilsu án þess að viðkomandi þurfi endilega að vera allsgáður og án vímuefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.