Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 32
almennt. Rannsóknir sýna að konur í neyslu fá frekar kynsjúkdóma og lenda í ótímabærri þungun en aðrar konur og þær eiga jafnframt frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi og nauðgun. Hræðsla við for- dóma og stimplun, ásamt neyslunni, hamlar konum í neyslu að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kynheilbrigðis. Þær eru hræddar um að verða dæmdar af lífsstíl sínum og því hvernig þær framfleyta sér í neyslunni. Nú níu árum eftir að ég réð mig til starfa á fíknigeðdeild Landspítalans ákvað ég að söðla um og ganga til liðs við samfélags- geðteymi Landspítalans. Í samfélagsgeðteyminu vonast ég til að geta veitt einstaklingum með tvígreiningar, það er geðrofssjúkdóm og fíknivanda, heilbrigðisþjónustu úti í samfélaginu, á vettvangi, með það að leiðarljósi að auka heilbrigði þeirra og þar á meðal lífsgæði. Með þessum vangaveltum mínum langar mig að vekja athygli á að hjúkrun fólks með fíknivanda er gefandi og felur í sér fjöldamörg tækifæri. Með skaðaminnkun er svo hægt að fagna áfangasigrunum þó svo að ekki sé hafi tekist að snúa endanlega baki við vímugjafanum. Mig langar að lokum að skora á Helenu Bragadóttur að skrifa næsta Þankastrik. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Þankastrik11/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.