Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44
Fagið08/10 „Það ErU liðin fimmtán ár síðan og við erum enn í sömu stöðu. Það þarf dirfsku og áræði til að breyta hjúkrunarstéttinni úr því að vera kvennastétt yfir í blandaða kynjastétta,“ segir Gísli Níls Einarsson hjúkrunarfræðingur en hann skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2001 undir yfirskriftinni: Karlmenn í hjúkrun! Kveikjan að því að hann skrifaði greinina voru greinar sem birtust í Tímariti hjúkrunarfræðinga sama ár, annars vegar hring- borðsumræður forsvarskvenna í hjúkrun um framtíðarsýn í tilefni 21. aldarinnar, og hins vegar viðtal við breskan hjúkrunarfræðing. Í viðtali við breska hjúkrunarfræðinginn Christopher Johns, sem þá gegndi framkvæmdastjórastöðu við Burford Community Hospital, velti hann fyrir sér af hverju karlmenn ættu að fara í hjúkrun. Hann var þeirrar skoðunar að karlmenn þyrftu að gefa kveneðli sínu lausan tauminn til að ná árangri við hjúkrunarstörf. Í hringborðsumræðunum í fyrrnefndri grein veltu þátttakendur því fyrir sér hvaða hagsmunum það þjónaði að fá fleiri karlmenn inn í greinina. Enn fremur var því spáð að karlmenn mundu ekki koma inn í stéttina og yrðu því í miklum minnihluta og færu ákveðnar leiðir. Af hverju er félagið svo kvenlægt? Gísli Níls veltir fyrir sér hvað valdi því að konurnar, sem tóku þátt í hringborðsumræðunum, hafi verið sannspáar um að karlmenn verði ekki fleiri en tvo til þrjú prósent af stéttinni. Hann telur skort á fyrir- myndum klárlega vera einn áhrifavaldinn, en til að skilja hvað veldur er mikilvægt að skoða heildarmyndina – að horfa á þetta í stærra sam- hengi. Til að átta sig á hvað við þurfum að gera til að ná raunveruleg- um árangri verðum við að skoða hvernig menntun hjúkrunarfræðinga er uppbyggð sem og starfsemi félagsins, segir hann enn fremur. „Eru viðhorfin í náminu of kvenlæg eða höfðar hún til beggja kynja?“ veltir hann fyrir sér. Í viðleitni til að svara því og fleiru skoðaði hann kynjahlutföll í stjórn og deildum Félags hjúkrunarfræðinga sem og fjölda háskólastarfsmanna í hjúkrun. Óhætt er að segja að töluverð kynjaskekkja sé hvar sem litið er. Fimmtán árum síðar brenna sömu spurningar á honum: „Er félagsstarfsemin svo kvenlæg að karlmenn vilja ekki taka þátt? Er eitthvað sem við þurfum að breyta í starfsemi félagsins til að virkja karlmenn? Er yfirlýst stefna hjá félaginu að gera það? Og af hverju er félagið svo kvenlægt?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.