Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 58
FÉlagið03/03 Á næsta ári verður opnaður nýr vefur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og útgáfa Tímarits hjúkrunarfræðinga verður með breyttu sniði. Vefurinn verður einfaldari og notendavænni og aðgengi að efni stórbætt. Tímariti hjúkrunarfræðinga verður breytt í veftímarit en að auki verður tímaritið prentað tvisvar á ári. Breytingarnar eru unnar með hliðsjón af niðurstöðum notendakönnunar og þarfagreiningar sem framkvæmd var í haust. Almenn ánægja ríkir með núverandi vef og Mínar síður en hluti þátttakenda var þeirrar skoðunar að tími væri kominn á breytingar og að vefurinn fengi andlitslyftingu. Í grunninn er kallað eftir einfaldari, fallegri og skemmtilegri vef sem leiðir notandann betur áfram. Aðgengi að mikilvægum upplýsingum verður bætt og leiðir að efni styttar. Öflug ritstýrð leit mun bæta aðgengi að öðru efni sem liggur dýpra. Áherslur á forsíðu breytast, þáttur frétta og tilkynninga verður fyrirferðarminni, en vægi kjaramála, faglegs efnis, efni tímarits og orlofsmála verður aukið. Þó nokkur óánægja kom fram vegna orlofsvefs, hann þykir óað- gengilegur og erfiður viðeignar. Auk þess voru margir ósáttir við að þurfa að skrá sig inn til þess eins að sjá hvað sé laust hverju sinni. Því kalli hefur verið svarað strax því opnað hefur verið inn á vef orlofs- sjóðs og þarf einungis að skrá sig inn þegar pöntun er send. Grisjun efnis á orlofsvef er eitt af fyrirhuguðum verkefnum næsta árs, og sam- kvæmt upplýsingum þjónustuaðila er nýtt útlit vefsins á teikniborðinu. Töluverð óánægja var auk þess með breytingu á útgáfu tímaritsins í smáforriti (appi) en frá miðju ári 2015 var tímaritið eingöngu gefið út rafrænt. Kallað var eftir prentaðri útgáfu og til að verða við þeim óskum verður tímaritið gefið út á prenti tvisvar á ári, ásamt árlegu aukablaði, og haldið verður úti veftímariti á www.hjukrun.is. Þá verð- ur tímaritið einnig í flettiútgáfu á vefnum ásamt því að hægt verður að lesa einstakar greinar á vef. Könnunin, sem fór fram 4.-12. október, náði til tæplega 600 manns. Meirihluti þátttakenda voru kvenkynshjúkrunarfræðingar á miðjum aldri, en þátttaka var góð í öllum aldurshópum. Fjöldi hugmynda barst og verða þær hafðar til hliðsjónar við komandi breytingar. Kunnum við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra innlegg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.