Umhverfið - 12.06.1984, Side 1

Umhverfið - 12.06.1984, Side 1
1. tbl. 12. júní 1984 6. árgangur Þjóðarátak í skógrækt Einu sinni var smali á bæ. Hann sat hjá um fráfærurnar og rak ær á hverjum morgni frá kvíabóli til fjalls, þar sem hann hélt þeim til haga. Leið piltsins með féð lá jafnan fram hjá stórum steini. Uppi við steininn uxu allmargar birkihríslur í hvirfingu. Smalastrákur þessi byrjaði snemma á því, að slíta í hverri ferð upp eina hríslu úr runnanum til að nota í keyri á ærnar. Fór svo fram um langa hríð og um síðir var engin hrísla eftir. Þetta þótti ekki vel gert hjá strákn- um, enda hefndist honum grimmilega fyrir. Hann tók ókennilegan sjúkdóm, tærðist upp og dó á kvalarfullan hátt. Skömmu síðar átti stúlka af sama bæ leið hjá stóra steininum, þar sem birkilundurinn hafði áður staðið. Heyrði hún þá sungið inni í berginu með raunalegri rödd: Faðir minn átti fagurt land, sem margur grætur. Því ber ég hryggð í hjarta mér um daga og nætur. Þessi litla þjóðsaga er stærri en hún sýnist í fljótu bragði. Þarna er rödd samviskunnar að tala til þjóðarinnar um illa meðferð á landinu á fyrri öldum og einkum er harmurinn sár vegna eyðingar skóganna. Þar sem áður greru grös og blóm í skjóli styrkra stofna og laufgaðra greina en nú allt of víða auðn og bergangur. Fyrri tíðar kynslóðir í landinu hegðuðu sér oft líkt og strákurinn í þjóðsögunni og gróður- eyðingin mikla, sem hvarvetna blasir við augum, hefur að mestu orðið af mannavöldum. Af þessum sökum ber þjóðin dulda hryggð í hjarta sér um daga og nætur. Við skulum samt fara varlega í að ásaka gengnar kynslóðir fyrir illa meðferð á gróðri landsins. Fólkið var sárfátækt og varð að notast við allt sem fyrir hendi var til að bjarga sér og sínum. Þá hafði fyrri tíðar fólk litla þekkingu á lögmálum lífríkisins og gerði sér því ekki grein fyrir háskaleg- um afleiðingum verka sinna. En nú er öldin önnur og engin líður skort. Þjóðin hefur hafist úr fátækt til bjargálna og þekking er orðin mikil og almenn. Okkur á því ekki að vera nein vorkunn að stöðva ofbeit og landniðslu og hefjast jafnframt handa um að græða sár landsins sem allra víðast. Eitt mesta nauðsynjaverkið er tví- mælalaust að vernda skógarleifar og rækta upp nýja skóga til skjóls, skrauts og nytja. Það hefur sýnt sig og sannað að hér geta þrifist og dafnað fjölmargar trjátegundir. Lega landsins í úthafinu hafa aðeins valdið því, að þær voru hér ekki fyrir. Skógræktarmenn okkar hafa verið ötulir við að flytja hingað nýjar tegundir og gera með þær tilraunir. Margt af því starfi hefur skilað góðum árangri og þarf aðeins að auka það og efla. Nægir í því sambandi að benda á greni, furu, lerki, ösp. ýmsar víðiteg- undir og margt fleira, sem öðlast hefur þegnrétt og dafnað vel í gróðurríki landsins á síðustu áratugum. En öll skógrækt okkar er í svo litlum mæli enn sem komið er, að hennar gætir varla. Hana þarf því að stórauka og taka sem víðast fyrir allstór landsvæði til þessara nota. Með því að hefjast þannig handa og gera raun- verulegt þjóðarátak í skógrækt erum við að gjalda gamla skuld við landið. Jafnframt leggjum við líka stórfelld verðmæti á vexti handa afkomendum okkar og skilum þeim í hendur betra og fegurra landi. Jón R. Hjálmarsson. Flóðin í Markarfljóti. Markarfljótsflóðin og landvernd garðanna Á árunum 1932-52 er unnið að byggingu varnargarða við Markarfljót. Þessir garðar voru á sínum tíma mikið landnáms-afrek. Lengd garð- anna er um 14 km. Með stokkun vatnanna var endurheimt til nytja og ræktunar 17. þús. hektarar sem nær til 7 hreppa sýslunnar. Flóðin í vetur sýndu hversu litlu má muna að stórfelld eyðilegging og landauðn verði fyrirvaralaust. Jafn- framt hvetur þetta atvik alla til árverkni og stöðugrar gæslu með görðunum. njótum lands - NÍÐUM El Ferðamálaráð Islands Þingvellir og umhverfismál Umhverfisnefnd er um þessar mundir ofarlega á baugi. Ýmsir aðilar eiga hlut að þeirri vakningu. Nýlega hóf Ferðamálaráð herferð að sínu leyti. Fyrsti þáttur þess átaks fór fram í Þjóðgarðinum á Þingvöllum, en þann stað hefur raunar oftar borið á góma í umræðunni að undanförnu. Hið síðast greinda er næstum eðli- legt. Tæpast mun ofmælt, þótt sagt sé, að óvíða eigi hún betur heima en á Þingvöllum hvatningin til að una við þær ástgjafir, sem ísland réttir börn- um sínum til gagns og gleði, en spilla þeim gersemum í engu: Þingvellir eru mestur helgistaður íslenskrar þjóðar. Þar er og að finna náttúruundur, sem tæpast getur önnur slík á jörðu. Hvort tveggja er þó viðkvæmt og þarf vel að því að hyggja, að eigi fyrnist helgin eða landsspjöll verði af manna völdum. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur um meira en hálfrar aldar skeið verið friðað land, í farsælli umsjá Þingvalla- nefndar. Árangurinn blasir við augum: Þjóðgarðurinn er betur gróinn en annað land á þeim slóðum, þrátt fyrir mikla umferð góðra gesta. Sagn- geymdinni er og skilvísilega á lofti haldið. Þetta er að þakka Þingvalla- nefnd og þjóðgarðsvörðum liðinna áratuga. Friðun annarra svæða, utan Þjóð- garðsins á Þingvöllum, er sérstakt umræðuefni, sem ekki varðar Þjóð- garðinn sjálfan. Sanngjarnt mun að varðveita perluna einstæðu, Þjóðgarð- inn á Þingvöllum, með sama hætti og hingað til og breyta t. a. m. stærð og skipan mála sem minnst, en bæta eftir föngum þjónustu alla innan þess ramma, sem liðlega fimm áratuga hefð markar. Vel fer hins vegar á því, að almennt átak til umhverfisverndar hefjist hverju sinni á Þingvöllum við Öxará. Berst þá frá helgistaðnum forna, líkt og löngum fyrr í sögu þessa lands, áskorun til Islendinga, að þeir slái skjaldborg um það allt, sem okkur er dýrast í hendur fengið. Þingvöllum, 2. júní 1984, Heimir Steinsson. Stefán Thors arkitekt: Skipulag og landnotkun Svæðisskipulag skal að jafnaði mið- að við ákveðið tímabil, þannig að því er ætlað að fullnægja áætluðum þörfum á svæðinu eigi skemur en til loka skipulagstímabilsins hverju sinni. Viðgerð svæðisskipulags skal haft samráð við aðila sem fjalla um eða fara með þá málaflokka, sem svæðisskipu- lagið nær til. Við gerð svæðisskipulags skal jafn- an gætt umhverfissjónarmiða og leit- ast við að vernda náttúru landsins eftir föngum. Tryggja skal skynsamlega notkun lands, vatns og annara náttúru- auðlinda og forðast eftir því sem unnt er hvers konar mengun. Þess skal gætt að svæðisskipulag falli inn í ramma sem kann að vera mótaður í lands- skipulagi á hverjum tíma og samræm- ist sem best þeim þjóðhagslegu áætl- unum sem gerðar eru fyrir landið í heild. í svæðisskipulagi skal aðjafnaði gerð grein fyrir eftirfarandi þáttum: Landkostum og náttúrufarsreglum forsendum, umhverfisvernd, hættu- svæðum, byggðaþróun, samgöngum, eignarhaldi á landi, byggingasvæðum, landbúnaði, orlofs- og sumarbústaða- svæðum, útivistarsvæðum, orkufrek- um iðnaði og veitukerfum. Eftir aðstæðum gætu veigamiklir þættir bæst við og aðrir fallið út. Sá landkostur, sem taka verður sérstakt tillit til í svæðisskipulaginu er náttúran sjálf, þ. e. hið náttúrulega umhverfi. Þar er um að ræða auðlind sem ekki verður hagnýtt á sania hátt og efnislegar auðlindir og er því ekki mælanleg í krónum og aurum. Mat á náttúruauðæfum er háð öðrum lögmál- um. Það er huglægt og byggir á lífsviðhorfum, menningu og skilningi á varðveislu lífríkis. Náttúruverndar- sjónarmið þarf því ávallt að athuga vandlega þegar metin er hagnýting efnislegrar auðlinda. Með bættum samgöngum og auk- inni bifreiðaeign má gera ráð fyrir því að fólk ferðist meira sér til ánægju. Frístundum þéttbýlisbúa mun vafa- laust fjölga með aukinni tæknivæð- ingu og þar með aukið svigrúm til útilífs í náttúrunni fyrir þá sem þess óska. Möguleikar til útilífs í landnámi Ingólfs eru fjölmargar, en allir tengjast þeir náttúruvernd að því leiti að fólk stundar útilíf til að njóta ósnortinnar náttúru landsins. Þessa möguleika verður að tryggja til framtíðar og skapa með skipulegum hætti nauðsynlega aðstöðu, s. s. til hreinlætis nær og íjær þéttbýli. . . Landnám og landnýting í ntarslok s. 1. var haldin í Revkjavík ráðstefna um landnám og landnýtingu í landnámi ingólfs. Þar voru mörg góð erindi flutt, síðan voru hópumræður og niðurstöður þeirra umræða kynntar. Þar sem þessi erindi snerta svo mikið þann málstað sem verið er að kvnna með útgáfu þessa blaðs, þá verða birtir hér kaflar úr nokkrum þessara erinda. Höfundar veittu góðfúslega birtingarleyfi.

x

Umhverfið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umhverfið
https://timarit.is/publication/1413

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.