Umhverfið - 12.06.1984, Blaðsíða 3

Umhverfið - 12.06.1984, Blaðsíða 3
1 2. júní 1984 UMHVERFIÐ 3 Samfélagið má lengi bæta Hvernig starfar Kiwanis? Við Kíwanismenn verðum oft varir við að nokkurs ókunnugleika gætir meðal samborgara okkar um markmið og starfsemi Kíwanishreifingarinnar. Ef til vill geta þessar línur bætt hér nokkuð úr. Kíwanis er alþjóðleg hreif- ing þjónustuklúbba. Engin leynd hvílir yfir störfum okkar. íslenska Kíwanis- umdæmið starfar í 40 klúbbum vítt og breitt um landið og í Færeyjum, með um 1250 félögum. Kíwanishreifinginn lætur sér ekkert óviðkomandi á sviði líknar- , menning- ar-, umhverfis- og hverskonar velferð- armála samfélagsins. Öllum þessum málaflokkum sinna Kíwanismenn eftir því sem efni og aðstæður leyfa, með hina gullnu reglu að leiðarljósi. ,,Eins og þú vilt að aðrir menn geri þér, það skalt þú, og þeim gera”. Á þessum göfuga boðskap eru markmið Kíwanis- manna byggð. Þau eru sett fram í sex liðum undir kjörorðinu. ,,Við byggj- um”. 1. Að hafa fremur í hávegum manngildi og andleg verðmæti en efnisleg gæði. 2. Að hvetja menn til að beita hinni gullnu reglu í öllum mannlegum samskiptum. 3. Að stuðla að vandaðri samskipt- um manna á milli, jafnt í starfi sem í leik. 4. Að örfa samfélagið til meiri þekkingar, dugnaðar og hjálpsemi, með leiðbeiningum og góðu fordæmi. 5. Að veita mönnum aðstöðu til þess, með því að ganga í Kíwanis- klúbb, að vinna fórnfúst starf til að bæta samfélagið og stofna jafnframt til góðra kynna og varanlegra vináttu við aðra Kíwanismenn. 6. Að vinna saman að því að mynda og viðhalda því heilbrygði almennings- áliti og þeim háleitu hugsjónum sem gera kleift að auka með mönnum réttsýni, réttlæti, föðurlandsást og náungakærleika. Þetta eru háleitar hugsjónir, en hvernig gengur nú að uppfylla þessi markmið, vilja eflaust margir spyrja. Það geraKíwanismenn á ýmsan hátt, allt eftir aðstæðum og staðháttum í því umhverfi sem klúbburinn er sprottinn úr, og áhugamálum félagana. Kíwan- isklúbbur starfar fyrir opnum tjöldum, hann á að leitast við að kynna samborgurunum starfsemi sína, hon- um er ekkert óviðkomandi sem leitt gæti til betra mannlífs. 1 Kíwanisklúbbum eru að jafnaði um það bil 30 félagar, þeir taka allir virkan þátt í starfi klúbbsins á einhvern hátt. Skipt er um stjórn og starfsnefndir árlega, þannig að allir fá að starfa að þeim málum sem hugur þeirra stendur til. Það má segja að klúbbstarfið sé þríþætt, í fyrsta lagi þjónustustarf sem er aðaltilgangur með stofnun Kíwanis- klúbba, í öðru lagi klúbbfundir sem eru reglulega svo sem tvisvar í mánuði, yfir vetrartíman, en reglubundið starf liggur að mestu niðri á sumrin, þar hittast félagarnir og tengjast varanleg- um vináttuböndum og hlíða á fyrir- lestra um margvísleg málefni um leið og þeir njóta sameiginlegra veitinga. Og í þriðjalagi kynning og samstarf við aðra Kíwanisklúbba og fjölskyldur Kíwanismanna í starfi og leik. Fátt er ánægjulegra en að vinna að velferðarmálum í hópi góðra og sam- hentra félaga. Ég tel það gæfu hvers byggðarlags að eiga starfsaman þjón- ustuklúbb. Á svæði Suðurlands starfa nú fjórir Kíwanisklúbbar, í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Selfossi og á Hvolsvelli, þessir klúbbar hafa allir áunnið sér fastann og rótgróinn sess í samfélagi sinnar heimabyggðar, og í samstarfi við aðra Kíwanisfélaga hérlendis og erlendis. Má hér nefna K-dag sem hreifinginn heldur þriðja hvert ár, þar sem allir Kíwanismenn og fjölskyldur þeirra á landinu vinna samtímis að sama málefni með glæsilegum árangri. Kjörorð þriggja síðustu K-daga var: „Gleymið ekki geðsjúkum”. f Kíwan- isstarfi eiga allir samleið, jafnt ungir menn sem eldri svo fremri sem markmið og stefna Kíwanis falli að lífsskoðunum þeirra. Ég vona að þessar línur varpi örlitlu ljósi á það, hvað Kíwanishreifmgin er og í hvaða anda hún starfar og ef til vill mættu þær vekja forvitni þeirra sem gjarnan vildu kynnast nánar þessum félagsskap, þeim vil ég benda á að spyrja einhvern Kíwanisfélaga. Okkur er ljúft að kynna starf okkar, svo er alltaf þörf fyrir fleiri Kíwanis- menn annað hvort til starfa í þeim klúbbum sem fyrir eru eða með stofnun nýrra. Samfélagið má lengi bæta. Með Kíwaniskveðju Hákon Halldórsson Svæðisstjóri Hellubúar Takið nú rösklega til eftir veturinn. Hreinsið og snyrtið vel lóðir ykkar og landsvæði. Fjarlægið allt rusl. Ljúkið þessu fyrir 15. júní. Sveitarstjóri. r Ahaldaleigan Miðengi 23, Selfossi, sími 1694. Opið virka daga frá 8 til 12.30 og 16 til 21. Opið alla laugardaga. Leigjum út eftirtalin verkfæri: Víbratora (ísteypu), múrhamra, snittvélar, hjólsagir, bor- vélar, rafsuðuvél, steypuhrærivé/ar, Master hitablásara, stóran múrfleyg, flísaskera, keðjusög, þvottatæki, Hilti- byssur, loftpressu, heftibyssur, hefla, jarðtætara (í mat- jurtagarða), juðara, slípirokka. Rafstöð og rafsuða væntanleg fljótlega. Reynið viðskiptin. Þorleifur Einarsson: Mannvirkjagerð og jarðrask Á síðustu árum hefur skilningur aukist á því að draga úr umhverfis- spjöllum við mannvirkjagerð og efnis- töku. En þrátt fyrir það er þó víða pottur brotinn. Auðvitað verður ekki komist hjá ýmis konar raski í samb- andi við mannvirkjagerð, en með aðgæslu og eftirliti er hægt að draga úr eða koma í veg fyrir óþörf landspjöll og lagfæra óhjákvæmilegt jarðrask, sem mannvirkjagerð og efnistöku er samfara. Við mannvirkjagerð á íslandi verð- um við að hafa í huga, að sumt af því jarðraski sem gert er af misjafnlega mikilli þörf er oft erfitt að bæta. Við verðum að hafa það í huga, að íslensk náttúra er viðkvæmari en náttúra í flestum nálægum löndum og jarðrask er venjulega miklu meira áberandi hérlendis en í skógiklæddum löndum þar sem veðrátta er mildari. Sárin verða því oft óbætanleg og örin áberandi. Viðgerð og aðhlynning lands, sem skemmst hefur eða raskast, er því oft mjög kostnaðarsöm og stundum getur tjónið orðið óbætan- legt. Efnisnám það sem rætt hefur verið um hér að framan er vitaskuld vegna mannvirkjagerðar af ýmsu tagi. í vegagerð hefur jarðýtan verið eitt helsta verkfærið allt frá stríðslokum. Fyllingarefnum var ýtt frá hliðunum og burðar- og slitlag síðan sett ofan á sléttan ruðninginn.Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á þessu í okkar landshluta, þar sem bundið slitlag þekur sífellt lengri vegarkafla. Við þessa breytingu í vegagerð hefur hlutur jarðýtunnar minnkað, enda hafa kröfur um gæði efnis til vegagerðar aukist. Þetta kallar á breytt vinnu- brögð við hönnun vega, betra efni í vegi og vandaðri frágang. Víða eru vinnubrögð til fyrirmyndar, enda góð samvinna milli Vegagerðarinnar og náttúruverndaraðila. Efnisnám bæjar- og sveitarfélaga hef ég ekki kynnt mér, en oft mun efni keypt hjá verktökum og sama máli gegnir um jarðefni til bygginga á vegum félaga og einstaklinga. Vegir og leiðslur ýmiskonar geta sett svip á landið og því mikilvægt að þessi mannvirki séu gerð þannig að þau falli vel í landslag. Á þessu hefur á árum áður orðið misbrestur. Nú orðið getur hins vegar orðið erfitt að koma slíkum mannvirkjum fyrir sökum þéttbýlis, svo sem háspennulínum. Mörg hinna verri afglapa í sambandi við skipulag mannvirkjagerðar og efnisnáms hafa ekki orðið vegna ásetnings, heldur miklu fremur vegna skorts á skilningi, sem bæta hefði mátt úr ef fræðslustarfsemi um umhverfis- mál hefði verið meiri. Breytingar til hins betra hafa orðið töluverðar hjá mörgum aðilum í samb- andi við undirbúning, frágang og snyrtingu lands að verki loknu. Af- staða til skipulags efnisnáms þarf að breytast, enda blasa ljót og óþörf sár alltof víða við. í raun þarf að koma berta skipulagi á efnisnám og mannvirkjagerð. Nauð- svnlegt er að bæjar- og sveitarstjórnir og starfsmenn þeirra og annara opin- berra stofnana geri sér ljóst mikilvægi umhverfismála og þá ábyrgð sem á þeim hvíli að val heppnist um skipulag byggðar, vega- og leiðslumannvirkja og þá líka efnisnám í sambandi við framkvæmdir. Það má ekki koma fyrir að kastað sé höndum til slíkra verka. Skortur á vitneskju og þekkingu er ekki lengur afsökun fyrir mistökum. Sveitastjórnir og aðrir opinberir aðilar verða að gera sér ljóst að við þetta ástand verður ekki lengur unað. Umhverfið er snar þáttur í lífi okkar. við skulum fara að með gát og fyrirhyggju í öllum okkar framkvæmd- um í náttúrunnar ríki, því margt af því sem verður fyrir raski verður tæplega bætt á ný svo vel fari... i raust og vönduð hús

x

Umhverfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umhverfið
https://timarit.is/publication/1413

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.