Umhverfið - 01.07.1994, Blaðsíða 1

Umhverfið - 01.07.1994, Blaðsíða 1
1. TÖLUBLAÐ ]ÚLÍ 1994 13. ÁRGANGUR Krónan breið og björkin há ber við heiðríkjuna núna. Ferðin greið við Ölfusá örugg leið um trausta brúna. Hj. Þ. mÆ ' ;;‘• - "Wr BW|r. - 16 . . Sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurlandi vinna markvist að verndun vatnsbóla og grunnvatns, hreinsun frárennslis, meðferð sorps, söfnun og förgun spilliefna. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur fengið aukinn mannafla og aðstöðu til þessa átaks. Fréttabréf heilbrigðiseftirlitsins er birt (þó nokkuð stytt vegna plássleysis) í þessu blaði, á síðu 1, 3 og 4, til fróðleiks fyrir sunnlendinga, en fyrst og fremst til sameiginlegs átaks í umhverfismálum og alhliða mengunarvörnum. Frá skrifstofu framkvæmdastjóra Við búum í hreinasta landi heims. Búpeningur okkar lifir á hreinum, heilnæmum og safaríkum grösum og í heilnæmu og tæru lofti. Fiskurinn syndir í hreinu og tæru vatni og sjó. Víðáttan nær óendanleg. Landið ósnortið. Matvæli frá slíku landi hljóta að vera eftirsóknarverð. Við viljum gjaman halda í ofangreinda ímynd af landinu okkar og umhverfi. En hvernig er ástandið í raun og veru ? Hvemig er háttað hreinsun frárennslis í sveitum og þéttbýli ? Syndir fiskurinn í frárennslismenguðum ám og vötnum ? Eru vatnsból búpenings menguð frárennsli ? Er óhætt að fá sér sopa úr læknum ? Loga eldar hér og þar á litlum opnum sorphaugum ? Eru bílflök og vinnuvélar að grotna niður með olíuleyfum og rafgeymum víða um landið ? Þessum og álíka spumingum er nú svarað undanbragðalaust og af hreinskilni í sveitarfélögum á Suðurlandi. Víða er hafið stórátak í bæjum og samræmdar aðgerðir í sveitum um hreinsun frárennslis og verndun grunnvatns og vatnsbóla. Jafnframt er unnið að bættri meðferð og urðun sorps, söfnun og förgun brotajáms, landbúnaðarplasts og spilliefna. Þetta eru mjög kostnaðarsamar framkvæmdir og taka m.a. þess vegna sinn tíma. Ef heldur fram sem horfir, verður sú mynd, sem dregin var hér í upphafi ekki blekking eða draumsýn heldur veruleiki. Matvæli frá íslandi verða eftirsótt heilnæm gæðavara. Starfsleyfisvinnsla Eru fjörurnar hreinar ? Er sorpi fargað á viðunandi hátt ? Eru sorpurðunarstaðir fáir og vel staðsettir ? Er sorp urðað um leið og það berst á urðunarstað ? Er sigvatn sorpurðunarstaða hreinsað ? Heilbrigóiseftirlit Suðurlands hefur tekið saman yfíriit um nýja rekstraraðila, sem hafa fengið starfsieyfí hjá heilbrigðiseftirlitinu á síðastliðnu ári. Athygli vekur fjötdi nýrra starfsleyfa, eða samtals 47, og aukning í ferða- gisti- og veitingaþjónustu. Ný starfsleyfi eru fíest í Ámessýslu, en þar eru 35 af þessum nýju rekstraraðilum. í fíestum tilvikum er um heilsársstarfsemi að ræða. Samtals eru um 120 ársstörfsem þessi starfsemi veitir. Vel gert Vert er að geta þess sem vel er gert. Við heilbrigðiseftirlit hjá fyrirtækjum kemur oft fram ýmislegt sem betur má fara, en hjá þonra rekstraraðila er margt til fyrirmyndar á landsvísu á Suðurlandi. Sem dæmi um góðan rekstur, hvað heilbrigðisþætti varðar, má nefna Sláturfélag Suðurlands, bæði í sláturhúsi félagsins á Selfossi og kjötvinnslustöðinni á Hvolsvelli. Athygli vekur hversu meðvitað starfsfólk félagsins, t.d. á Hvolsvelli, er um að það vinnur aö matvælagerö í háum gæðaflokki, snyrtimennska, hreinlæti og vörugæði eru þar í fyrirrúmi. í verslun Kaupfélags Árnesinga á Selfossi vekur matarlegt hrámetisborð kjöt og fiskvöru oft athygli fyrir hreinlæti og góða vöru. Ný kjötvinnsla á Selfossi, Sælkeravinnslan h.f., er gott dæmi um hversu öllu er haganlega fyrirkomið með tilliti til vinnuhagræðingar og hrænlætis við ágæta matvælaframleiðslu fyrirtækisins. Kjötvinnslustöð Hafnar - Þríhyrnings h.f. á Selfossi var nýlega opnuð aftur eftir gagngerar breytingar og úrbætur. Öll vinnuaðstaða hefur nú gjörbreyst í vinnslunni og er öll aðstaða, hreinlæti og snyrtimennska til mikillar fyrirmyndar. Fuglasláturhús Reykjagarðs h.f. á Hellu kom mjög vel út í nýlegri athugun heilbrigðiseftirlitsins og Hollustuverndar ríkisins. Skoðað var m.a. almennt hreinlæti og vatnsgæði auk þess að rannsókn var gerð vegna salmonellu. Fiskeldisstöðin í Fagradal í Mýrdalshreppi er athygli verð um margt, sérstök og góð nýting á vatni og orku, sériega heilbrigður eldisfiskur og snyrtimennska í fyrirrúmi við verkun á fiskinum skila neytendum gæðavöru. Myndarleg ferðaþjónustubýli eru að Hunkubökkum í Skaftárhreppi og að Höfðabrekku í Mýrdal. Snyrtimennska og

x

Umhverfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umhverfið
https://timarit.is/publication/1413

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.