Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 20
Söngvarinn Matti Matt seg-ist hafa tekið því fagnandi þegar kollegi hans Heiða Ólafsdóttir kom að máli við hann um að syngja lögin með henni í Salnum. „Heiða hefur gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og þegar hún bað mig að vera með varð ég himinlifandi. Það er svo gaman að vera með aðeins annan vinkil á svona tónleikum, þar sem Þorsteinn Eggertsson á yfir 300 texta við íslensk dægurlög og það er alltof sjaldgæft að öðrum en lagahöf- undum eða flytjendum sé gert hátt undir höfði á heiðurstónleikum.“ Óskalög sjúklinga og sjómanna Matti segir Þorstein hafa tekið vel í hugmyndina. „Hann hefur verið á svona „til í allt basis“ í þessu ferli, yndislegur maður og sögurnar sem hann man úr þessum bransa eru óviðjafnanlegar. Þessi lög og þessir textar eru tón- listin sem ég ólst upp við. Hvort sem það voru Óskalög sjúklinga eða Óskalög sjómanna þá var Þorsteinn Eggertsson aldrei langt undan. Þetta eru allt lög sem voru sungin í partíum hjá foreldrum minnar kyn- slóðar og við þekkjum öll þessi lög og þessa texta,“ segir Matti. Aðspurður hvert sé hans uppá- hald segir Matti nokkur lög koma upp í hugann: „Himinn og jörð, Er ég kem heim í Búðardal, Ástarsæla, Söngur um lífið og ég gæti haldið endalaust áfram,“ svarar Matti sem fær að syngja mörg af sínum uppá- haldslögum. Þorsteinn sem nú nálgast áttrætt er annálaður sögumaður enda af nægu að taka hjá manni sem hefur verið viðriðinn tónlistarbransann hér á landi og erlendis allt frá sjötta áratugnum og auðvitað á Matti sína uppáhaldssögu. „Ég hef mjög gaman af sögunni um textann Betri bílar, yngri konur, eldra whiskey, meiri pening. Þar syngur Björgvin Hall- dórsson um Paul McCartney með mjög íslenskum hreim eins og gert var á þeim árum þar sem Paul rímar ekkert sérstaklega vel við handa- skol nema með enskum hreim. Það er kannski erfitt að segja þessa sögu á prenti, en hún verður frábær á tón- leikunum,“ segir Matti og hlær. ÞESSI LÖG OG ÞESSIR TEXTAR ERU TÓNLISTIN SEM ÉG ÓLST UPP VIÐ. Óviðjafnanlegar bransasögur Í kvöld, laugardaginn 22. febrúar, munu þau Matti Matt og Heiða Ólafsdóttir stíga á svið í Salnum og syngja vel valdar perlur Þorsteins Eggertssonar, auk þess mun hann sjálfur segja sögur. Heiða Ólafsdóttir, Þorsteinn Eggertsson og Matthías Matthíasson koma fram í Salnum í kvöld þar sem perlur Þorsteins verða fluttar og einhverjar sögur fá að fljóta með. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Merk ártöl í lífi Þorsteins Eggertssonar 1942 Fæddist eina mestu óveðursnótt ársins, 25. febrúar, á grænum dívan í húsi afa síns og ömmu í Keflavík. 1952 Samdi fyrsta ljóðið sitt með stuðlum, höfuðstöfum og endarími. 1954 Seldi fyrsta málverkið sitt og fékk sérsaumaðan frakka fyrir það. 1955 Var tekinn inn í Leiklistar- skóla Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann, þá 13 ára, þrátt fyrir sextán ára aldurstakmark. 1957 Söng opinberlega í fyrsta sinn og hafði sjálfur samið texta við lögin sem hann flutti. 1958 Flutti í nýtt herbergi á Héraðsskólanum á Laugarvatni og varð herbergisfélagi Ingimars Eydal. 1960 Valinn í dægurlagasöngv- arakeppni K.K. sextettsins. Vann keppnina og varð fastráðinn söngvari með hljómsveitinni í hálft ár. 1961 Stofnaði hljómsveitina Beatniks ásamt nokkrum kunn- ingjum sínum úr Keflavík og Hafnarfirði. 1964 Gerðist fréttaritari Alþýðu- blaðsins í Kaupmannahöfn og tók viðtal við The Beatles í júní. 1965 Tók viðtal við The Rolling Stones í apríl. Samdi sinn fyrsta dægurlagatexta sem kom út á plötu, lagið Ást í meinum, fyrir Savannatríóið. 1966 Ferðaðist með hljómsveit- inni Dátum í hringferð um landið sem eins konar hirðskáld þeirra. 1968 Valinn textahöfundur ársins af gagnrýnendum dag- blaðanna. 1973 Skrifaði undir samning sem söngtextahöfundur fyrir Orange Records í London. 1975 Vinsælasti söngtexti Þor- steins, fyrr og síðar, kom út, Heim í Búðardal, og var á Topp 10 listanum í 84 vikur. 1976 Vann eingöngu sem söng- textahöfundur og samdi 67 texta. 1989 Skrifaði og setti upp þrjár sýningar fyrir Broadway og Hótel Ísland. 1994 Þýddi söngtexta fyrir kvik- myndina Aladdin. 1995 Flutti til Dublin. 1996 Leigði stúdíó í Dublin og málaði þar myndir daglega, 1999 Sýndi teikningar sínar á alþjóðlegri listahátíð í Ankara, Tyrklandi. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.