Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 4
íslenzkir skór Það var í mörg horn að líta fyrir 'húsbændur á íslenzku sveitaheimilunum áður fyrr, iþegar öll föt voru unnin heima, ekki eingöngu saumuð, heldur unnin úr því hráefni sem heimilið framleiddi. Plest amboð smíðuð heima, reiðver, gjarðir, tögl, hagldir og hnappeldur heimaunnið og þá mátti ekki gleyma skónum, sem líka voru gerðir á 'heim- ilinu. Skógerðin var tímafrek, ef margt var í heimili, því húsbændur þurftu að sjá öllu fólki sínu fyrir skóm. Þegar fólk réði sig í vist var það tekið fram, að það hefði frítt skæðaskinn. Þá fénu var slátrað á haustin voru gærur teknar frá, sem áttu að fara í skæðaskinn. Og sömu- leiðis, ef stórgripur var felldur, þá var húðin eða háin verkuð þannig, að nothæft þótti í skæði. Var reynt að vanda sem mest til allrar skinnaverkunar, því mikið var í húfi að vel tækist, slæmt var að skorta skæðaskinn er á sumarið leið. Mjög eru mér minnisstæð öll þau umsvif er fylgdu haustverkunum í æsku minni. Þá var fénu flestu slátrað heima og allt hirt sem af skepnunni kom. Stúlkurnar unnu að matargerðinni, en piltarnir kepptust við á kvöldin, þeg- ar útiverkum lauk, að raka gærur, sem ætlaðar voru í skó á heimafólk. Sérstakir hnífar voru notaðir við raksturinn, „gæruhnífar“, og man ég að hver piltur hafði fleiri hnífa við hendina, sem þeir brýndu vel að deginum, svo biti vel á kvöldin. Menn bundu blautt skinn yfir vinstra hnéð, lögðu svo gæruna ofan á og rökuðu alla ull af gærunni. Voru sumir mjög fljótir að þessu, ef bit var gott í hníf- unum. Eins var farið með stórgripaskinn, þau voru rökuð. Þegar búið var að raka gærurnar voru flest skinnin lituð. Þóttu lituð skinn endingarbetri en ólituð. Algengast var að lita úr blásteini, hellulit, sortulyngi eða eir. Blásteinslitun fór þannig fram, að blásteinn var leystur upp í heitu vatni, lögurinn kældur, skinnið breitt á sléttan bala eða gólf, holdrosan sneri upp og svo var leginuin hellt yfir skinnið og jafnað vel, þannig að allt skinnið blotnaði, brotið vandlega saman og sett undir farg í einn til tvo daga. Hellulitur var látinn renna í sjóðandi vatni helzt í tunnu eða kollu. Þegar hann var orðinn kaldur var skinnið sett ofan í og látið liggja í leginum (oft var farg yfir) þar til það var orðið svart. Þá var það dregið upp úr og hengt á prik yfir ílátinu meðan rann af því, svo ekkert færi til spillis. Blásteinn og hellulitur fengust í verzlunum, en sortulitur var heimafenginn. Einhvern góð- an veðurdag að haustinu voru börn og unglingar sendir niður á móa til að rífa sortulyng. Lyngið var soðið og öilu hellt í tunnu eða stamp og skinnin látin ofan í þegar kalt var orðið í tunnunni, færð upp úr öðru hvoru og látið síga af þeim í tunnuna. Þetta var endurtekið þar til skinnin voru orðin vel svört. — Eirlitun fór þannig fram að smá-eirplötur og stundum naglabútar var bundið sam- 4 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.