Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 5
an með vírspotta, látið ofan í keitukollu, sem höfð var í fjósi eða öðru úti'húsi. Eirinn látinn liggja í keitunni í nokkra daga og skinnið látið ofan í. Lá það í leginum í nokkra daga og hreyft til öðru hvoru. Eirkippurnar teknar upp úr öðru hvoru, svo safnaðist á þær spansk- græna. Eftir því sem meiri spanskgræna safnaðist á eir- inn og leystist upp í leginum, varð liturinn fallegri. — Þegar skinnin voru búin að hljóta þessa meðferð voru þau oftast spýtt á þil eða vegg. Sum voru strengd yfir prik eða bita og hengd upp í eldhús ólituð þar til þau voru orðin þurr við reykinn í eldhusinu. Eins var farið með selskinn og stórgripahúðir. Þær voru spýttar, selskinn voru helzt ekki rökuð. Það þótti endingarbetra að hafa hárin, en auðvitað slitnuðu þau fljótt þegar farið var að ganga á skónurn. — Einnig þótti kostur við selskinnin að þau hörðnuðu ekki eins og leðrið. Húsmæðurnar sáu oft um litun skinnanna og úthlutuðu skæðaskinni til heimafólks, en oft voru það líka hænd- urnir, sem höfðu þann vanda á höndum. — Það þótti lé- legur búskapur á bæjum ef skæðaskinn þraut. Gat slíkt verið bagalegt ekki síður en eldiviðar- og heyleysi. Skinn og húðir voru lengi gjaldmiðill með öðrum landaurum. Nautsleður þótti endingarbezt í skó, enda haft í gangna- skó og handa karlmönnum, sem höfðu mikið göngulag. Kýrhúðir komu næst að endingu, en hrossháin þótti ekki svipað því eins góð. Folaldaskinn og kálfskinn þóttu léleg til skæða, hörðnuðu illilega og voru endingarlítil. Þau skinn voru frekar notuð til annars en í skæðaskinn. Sauð- skinnsskór entust oft vel, og þóttu fara bezt á fæti. Spari- skór voru ávallt úr sauðskinni og fallegastir voru þeir úr sortulit. — Þegar húðir og skinn voru orðin vel þurr og fullverkuð, voru þau vafin saman, spotta hnýtt utanum og þau sett upp á skemmubita, þar sem ekki var raki, þar til sniðið var úr þeim. Þegar skinn voru sniðin var það regla að skera hrygg- lengjuna úr skinninu, úr henni fengust beztu skæðin. Ef átti að nota lengjuna í karlmannsskó var hún höfð breið- ari en ef átti að sníða kvenskó. Swo var haldið áfram að rista húðina eða skinnið í lengjur þar til ekkert var eftir nema útnárar og skæklar eða hemingar, en svo nefndist fótleggja skinnið — þá voru skæðin sniðin, skækiH klippt- ur af endanum og lengjan lögð tvöföld, þ. e. a. s. í skæðis- lengd, og þannig koll af kolli, þar til lengjan var þrotin. Lítið var um málbönd o. þ. h. á bæjum, fólk notaði þá það sem hendi var næst og það var spönnin — stuttspönn og langspönn. Stuttspönn var kölluð þegar þumalfingur og vísifingur voru teygðir hver á móti öðrum, en langspönn milli þumalfingurs og löngutangar. Fæturnir voru mjög misjafnir að stærð þá eins og nú, varð því að hafa nákvæmt mál og var þá mæld %—þý fingurhæð eða heil fingurhæð í viðbót við spönnina. Mjög algeng stærð á kvenskóm var ein spönn og Ys— finguihæð. Fingurhæð var miðuð við löngutöng, Ys fing- urhæð var frá góm og upp að fremsta hnúa, V2 fingurhæð að öðrum hnúa og ein fingurhæð að efsta lið. Breiddin á skæðunum var oft mæld þannig, að skinnið var lagt tvöfalt eftir lengdinni og því brugðið milli vísi- fingurs og löngutangar, voru karhnannsskæðin venjulega ein fingurhæð miðað við vísifingur, en kvenskæðin voru mæld fram að fremsta lið á vísifingri. Skinnin voru bleytt ögn áður en sniðið var, en ekki máttu þau blotna um of. Skæðin voru stundum brotin saman og vafin deigum klút og sett undir farg og sléttað þannig úr þeim. Sauðskinnsskór voru lang algengastir sem spari- og inniskór, leðurskór notaðir meira við útiverk. Mjög var það misjafnt hvernig konum tókst að gera skóna: fór það eftir handlægni og smekkvísi eins og öll önnur handa- vinna. Saumar voru gerðir á s'kóna með hörtvinna og þrí- strendri nál; tásaumur var saumaður líkt og afturstingur, gegnspor út og inn. Hælsaumurinn var kastaður og klippt- ur biti úr hælnum svo totan stæði ekki út, varð að vanda vel til saumanna svo skórnir yrðu ekki nasbitnir. Saumar á leðurskóm voru saumaðir með svokölluðum skósaum, en þá var saumað í brúnirnar á víxl, annars varð saumurinn of fyrirferðarmikill. Ef leðurskæðin voru mjög þykk var skorið undan sem kallað var, en það var að skera úr holdrosumegin, svo saumar og varp yrði þjálla. Þegar búið var að gera saunrana voru skórnir verptir. I varpið var notaður togþráður eða seymi. Oftast sá ég togþráð notaðan; var hann margfaldur í nálinni eftir því hvað skinnið var þykkt og hver átti að nota skóna. Þráðurinn var þræddur í skónál. Skónálarnar voru mjög mismunandi að stærð og þóttu það góðir gripir, ef þær voru vel gerðar. Skónálasmiðir (skónálagoggar) voru í hverri sveit, svo sjaldan var'hörgull á góðum nálum. Byrjað var að verpa skóinn rétt við hælsauminn, skór- inn hafður úthverfur og stungið frá réttu á röngu, varpið látið hafast örlítið við svo flái kæmist ekki í skóinn. Tá- saumur lagður á miðjan skóinn, og þar sem vik myndaðist var byrjað að draga saman yfir tána, þá voru sporin höfð ögn lengri en i hliðunum. Mikið valt á því að varpið væri vel gert, réði það úrslitum hvernig skórinn færi á fæti, Þegar búið var að verpa, voru endarnir ekki faldir fyrr en búið var að máta skóinn og laga hann eftir fætinum, sem átti að bera hann. Þá voru skórnir bryddir. Fallegust var bryddingin úr eltiskinni, en motaðir voru þunnir nárar í bryddingu. Bryddingarnar voru mjóar, oft voru þær eltar til og skafið innan úr holdrosunni, svo bryddingin væri sem liprust í meðförum. Bryddingin var köstuð þétt ofan við varpið, rétta móti réttu. Gæta þurfti þess að lagið á skónum aflag- aðist ekk:. þegar brvddingin var saumuð við. Þegar búið var að kasta bryddinguna við var lagt niður við hana með þéttum fallegum sporum. Byrjað var að brydda innanfótar á báðum skónum og bryddingin Iögð á misvíxl þegar end- að var. Þegar lagt var niður við bryddinguna voru end- arnir á varpþræðinum faldir vandlega svo ekki rynni til á varpinu. A þykka leðurskó var erfitt að koma við brydd- ingu, var varpið oft látið duga og voru þeir þá verptir með þveng eða seymi, en seymi voru þunnar sinahinmur sem HUGUR OG HOND 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.