Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 7
spjaldvefnaður á íslandi „Þá var spjaldvefnaðurinn. Hann var ofinn í lausu lofti og voru mörg pappa- eða tréspjöld, sem skilið gerðu. Hann var ætíð tvíofinn með tveim litum og var ætíð sinn liturinn á livorri hlið. Konur spjaldófu mikið af axlaböndum, styttuböndum, sokkaböndum o. fl., og var oft letur eða stafir í spjaldvefnum. Allt var þetta letur gert eftir kross- saumsspori. Nú er allt þetta forna listbragð kvenna horfið og týnt að mestu, og er illt til að vita.“ Þannig farast séra Jónasi Jónassyni orð um spjaldvefnaðinn í Islenzkum þjóð- háttum. Þetta er skrifað fyrir meir en hálfri öld (J. J. and- aðist 1918), svo að ekki er að undra þó nútímafólk álíti spjaldvefnað á íslandi týndan log tröllum gefinn. Þó fór svo, að Halldóra Bjarnadóttir, fyrrum heimilisiðnaðar- ráðunautur, hafði upp á konu einni, Elínborgu Magnús- dóttur, sem numið hafði spjaldvefnað á æskuárum sínum norður í Strandasýslu. Nokkrar konur í H. í. fengu Elín- borgu til að sýna sér spjaldvefnað og er vinnulýsing sú, sem fylgir hér á eftir að inestu byggð á þeirri kennslu- stund. Einnig skal þeim, sem vilja kynna sér tvöfaldan spjaldvefnað bent á að lesa grein þá um spjaldvefnað, sem birtist í Hugur og hönd 1968. Lýsing á uppsetningu og öðrum undirbúningi vefsins, sem þar er, á einnig við hér. Ef oddamunstur er í jöðrum tvöfalds spjaldvefnaðar, er það einnig búið til eftir sömu reglum og þar er lýst. Eins og áður er getið, voru spjaldofin bönd til ýmissa nota. Auk axlabanda og styttubanda voru gjarðir, beizlis- taumar, hnakkbönd, söðulbönd, sessubönd o. fl. spjaldiofin. Á þessu sést, að bönd í reiðtygjum hafa gjarnan verið spjaldofin, enda afar sterk. Gömlu leturböndin bera flest nokkur sameiginleg ein- kenni. Miðjan, tvíofni hlutinn, er ævinlega tvílit, dekkri liturinn mjög oft svartur. I jöðrum eru tveir, þrír eða fjór- ir litir og mynda þeir annað hvort langrendur eða smágerð oddamunstur í 3—7 spjöldum 'hvoru megin. I yztu spjöld- unura, oft einu hvoru megin, er nær undantekningarlaust dekkri liturinn úr miðjunni. Sá sami er einnig notaður sem ívaf. Yfirleitt er dregið inn í öll spjöldin frá sömu hlið. Þá er, eins og segir í ísl. þjóðháttum, ofið eftir „kross- saumsspori". Langalgengast virðist, að 2 spjöld hafi verið í spori, þó voru þau stundum 3, auk jaðarsspjaldanna. Spjaldafjöldann má finna, með því að telja gárana yfir þvert bandið. Þó eru þeir ógreinilegri í tvíofnum böndum en hinum. Bönd í Þjóðminjasafni hafa verið ofin í 16—42 spjöldum, af þeim eru flest ofin í um 30 spjöldum. Odda- munstur virðast hafa verið ofin í fleiri spjöldum en letur- bönd, eða 40—42, þau, sem til eru í Þjóðminjasafni. Er það mjög eðlilegt, þar sem mun vandaminna og fljótlegra er að vefa þau, sjá mynd á bls. 3. Efnið er að jafnaði tvinnaður togþráður. Munstrið er mjög oft reitað niður, sjaldnar samhangandi bekkir. Átta- HUGUR OG HOND 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.