Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 36
Ofnir gólfrenningar
Falleg ofín gólfteppi eru heimilisprýði, enda virðist ríkja mikill áhugi
fyrir þeim á vefnaðarnámskeiðum, í ýmsum stærðum og gerðum. Tvö-
föld binding er sérlega hentug vefnaðargerð á mottur þar sem nota má
þær báðum megin og lítil hætta er á að þær verði of linar. Hér birtast
uppskriftir að tveimur gólfrenningum sem ofnir voru á vefnaðarnám-
skeiðum í Reykjavík veturinn 1987—1988. Sama vefnaðargerð er á báð-
um. I vefur er ofínn og hannaður af Ásu Gunnarsdóttur á námskeiði í
Heimilisiðnaðarskólanum undir leiðsögn Elísabetar Þorsteinsdóttur. II
vef óf og hannaði Málfríður G. Hákansson á námskeiði í Hússtjórnar-
skóla Reykjavíkur, kennari var Jakobína Guðmundsdóttir.
I vefur
Stærð: 90 x 180 cm.
Vend: Tvöföld binding.
Uppistaða: Óbl. hör nr 8/4 (um 700 g).
ívaf: Álafoss teppaband í 5 litum, undið
þrefalt (um 2,5 kg).
Skeið: 30/10, 1 þráður í hafaldi og tönn.
í jöðrum 2x2 þræðir í tönn.
Breidd í skeið: 96 cm.
Þráðafjöldi: 292.
Slöngulengd: 2,5 m.
II vefur
Stærð: 75 x 200 cm.
Vend: Tvöföld binding.
Uppistaða: Óbl. hör nr 8/4 (um 600 g).
ívaf: Álafoss teppaband undið þrefalt, 2
litir.
Skeið: 25/10, 1 þráður í hafaldi og tönn.
í jöðrum 2x2 þræðir í hafaldi og tönn.
Breidd í skeið: 81,6 cm.
Þráðafjöldi: 208.
Slöngulengd: 2,8 m.
Ofið er með tveimur skyttum sem elta
hvor aðra með viðeigandi litum. Alltaf er
stigið í sömu röð á skammelin, þ.e. með
beinu stigi (1,—2.—3.—4.). Annar litur-
inn kemur þá á 1. og 3. skammel, en hinn
á 2. og 4. Við kaflaskipti er litum víxlað
þannig að þar koma einu sinni tvö fyrir-
drög í röð með sama lit, þ.e.a.s. ef halda
á áfram með sömu liti, sjá stigmunstur.
Mjög mikilvægt er að gefa ríflega og
jafnt upp í, þá hylst uppistaðan betur og
ekki er hætta á að jaðrarnir dragist inn
meira en eðlilegt er. Mæla verður kafl-
ana ríflega (sérstaklega þá stóru) vegna
þess að voðin skreppur þegar hún er tek-
in úr vefstólnum.
II vef er fyrsti ljósi kaflinn 40 cm lang-
ur, þá kemur 5 cm tvískiptur kafli með
skærari litum. Síðan koma til skiptis 30
cm ljósir kaflar og 7 cm þrískiptir kaflar,
alls þrisvar sinnum og endað á 25 cm
löngum ljósum kafla. Ofin lengd verður
þannig um 180 cm.
III vef er fyrsti og síðasti kaflinn um
20 cm langur. Síðan skiptast á 5 cm og 10
cm langir kaflar.
Hægt er að ganga frá ofnum mottum á
mismunandi vegu. Ása hefiir brugðið
s.k. austurlenskan kant á sinn renning,
sjá skýringarteikningu. Endarnir eru
síðast dregnir með grófri jafanál inn í
vefinn niður með uppistöðunni eða til
baka gegnum fléttuna. Málfríður hefur
hins vegar fléttað kögur með þremur tvö-
földum þáttum. Afvikurnar eru notaðar
til að hnýta inn í kögrið, til þess að gera
það fyllra, sjá skýringarteikningu.
Fléttað kögur og austurlenskur kantur.
.Á i'&?'j
ffitl
'Zþr-
Z bt'
.
s
X
X
cf
X
p i/t j-r X s ■
r~ — v_ — lX/
~ ■ ~ ■ ■ ~ X - - <
_ ... ■ _ ■
. ■ ■ ■ X
■ ■ 1
y 6 X 3 X X (^
-< f 'Z P c . 2* P C X
X H
■;
1 V
1
<] o LL 5 </ z
r. /<? þ ’o þt : <e t><
f
36
HUGUROG HÖND