Hugur og hönd - 01.06.1988, Side 39
voru skammtaðar þá fór Jón að smíða
litla vélhefla sem hann nefndi “dverga".
Þeir voru á sínum tíma mjög eftirsóttir og
smíðaði Jón um 30 slíka.
Nú á seinni árum hefur Jón smíðað
töluvert af renndum munum úr kopar,
m.a. litla rokka, kleinujárn og laufa-
brauðsjárn. Þetta er allt hin mesta völ-
undarsmíði. Fyrir um það bil 15 árum
sneri hann sér að byssugerð, sem hann
telur auðveldari en t.d. rokkasmíði og er
hann búinn að smíða um hundrað byssur.
Þetta er seinleg vinna því hvert einstakt
stykki í byssunni er handsmíðað. Byss-
una kallar hann ,,Drífu“. Þó Jón sé
byssusmiður hefur hann aldrei skotið
neitt kvikt með byssu.
Eftir Jón Björnsson liggur ótrúlegt
magn hagleiksverka sem bera vitni um
einstæða hæfdeika hans og hugvit og enn
er hann að, fullur áhuga, þó að kominn
sé á níræðisaldur. Viðbrögð hans, þegar
haft var samband við hann vegna þessar-
ar greinar, sýna það glöggt: ,,Ég sé fyrir
mér ótæmandi verkefni, ég brenn í
skinninu að framkvæma eitthvað af
þeim, get varla sofið vegna hugmynda
sem sækja að mér. Ég er til dæmis með
hugmyndir um hvernig best sé að útbúa
snúningsapparatið ofan á hitaveitugeym-
ana í Öskjuhlíð.“
Geta ekki flestir verið sammála um að
svona frjó hugsun og lifandi áhugi, eins
og Jón Björnsson býr yfir, hljóti að
lengja lífið og auðga?
Þórir Sigurðsson
1. Smárokkur renndur úr kopar.
2. Kleinujárn og laufabrauðsjárn úr
kopar.
3. Vélhefillinn Dvergur.
4. Renndir bikarar úr kopar.
Ljósmyndir: Þórir Sigurðsson.
FAXAFENI 7 -108 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 8976 - SÍMI (91)687733
TELEX 2105 EPAL IS NNR. 2142-0220
HUGUR OG HÖND
39